Alonso er í uppáhaldi Hamilton Birgir Þór Harðarson skrifar 8. maí 2013 21:45 Hamilton og Alonso yrðu góðir liðsfélagar í dag, segir Hamilton. Enn á ný hefur Lewis Hamilton, liðsmaður Mercedes í Formúlu 1, lýst yfir aðdáun sinni á Fernando Alonso, liðsmanni Ferrari. Þeir félagar hafa hins vegar ekki alltaf virt hvorn annan því árið 2007 sprakk McLaren-liðið í loft upp þegar Alonso og Hamilton stóðu í mega deilum. Jafnvel þó Sebastian Vettel sé sá ökuþór sem nýtur mestrar velgengni á brautinni um þessar mundir gefur Hamilton gamla liðsfélaga sínum flest stig. „Það er kannski skrítið en sá sem ég dái mest er Fernando, fyrir helberan hraða hans sem er nærri ótrúlegur,“ sagði Hamilton við breska dagblaðið Daily Mail. „Ég held að það komist enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í þessari íþrótt.“ Hamilton telur sig vera þroskaðari manneskju núna og gæti vel hugsað sér að vera liðsfélagi Alonso á ný án þess að það myndi leiða til vandræða. „Ég er eldri núna svo ég er viss um að við ættum betra samband. Mér finnst ég vera orðinn betri í að skapa sambönd við liðsfélaga en það skiptir náttúrlega máli hver það er.“ „Ef Alonso og Vettel væru til dæmis í sama liði yrði liðið í vandræðum um leið...“ Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Enn á ný hefur Lewis Hamilton, liðsmaður Mercedes í Formúlu 1, lýst yfir aðdáun sinni á Fernando Alonso, liðsmanni Ferrari. Þeir félagar hafa hins vegar ekki alltaf virt hvorn annan því árið 2007 sprakk McLaren-liðið í loft upp þegar Alonso og Hamilton stóðu í mega deilum. Jafnvel þó Sebastian Vettel sé sá ökuþór sem nýtur mestrar velgengni á brautinni um þessar mundir gefur Hamilton gamla liðsfélaga sínum flest stig. „Það er kannski skrítið en sá sem ég dái mest er Fernando, fyrir helberan hraða hans sem er nærri ótrúlegur,“ sagði Hamilton við breska dagblaðið Daily Mail. „Ég held að það komist enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í þessari íþrótt.“ Hamilton telur sig vera þroskaðari manneskju núna og gæti vel hugsað sér að vera liðsfélagi Alonso á ný án þess að það myndi leiða til vandræða. „Ég er eldri núna svo ég er viss um að við ættum betra samband. Mér finnst ég vera orðinn betri í að skapa sambönd við liðsfélaga en það skiptir náttúrlega máli hver það er.“ „Ef Alonso og Vettel væru til dæmis í sama liði yrði liðið í vandræðum um leið...“
Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira