Novak Djokovic féll úr keppni í 2. umferð Madrídarmótsins í tennis gegn Búlgaranum Grigor Dimitrov í þremur settum 7-6, 6-7 og 6-3.
Serbinn, sem er í efsta sæti heimslistans, þurfti ekki að spila í fyrstu umferðinni. Hann meiddi sig á ökkla í öðru settinu þegar hann var þegar undir. Djokovic meiddi sig á sama ökkla með landsliði Serba í Davis Cup í apríl.
Djokovic sagðist ekki hafa ákveðið sig fyrr en á síðustu stundu hvort hann treysti sér til að keppa.
„En það er engin afsökun. Hann var betri í dag og ég óska honum til hamingju,“ sagði Djokovic.
Búlgari kláraði Djokovic
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn

„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn
