Helgi Valur Daníelsson og félagar í AIK unnu 3-1 heimasigur á IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Helgi Valur lék allan leikinn á miðju AIK en mörkin skoruðu þeir Kennedy Igboananike, Celso Borges og Martin Kayongo-Mutumba.
AIK klikkaði á tveimur vítum á fyrstu 18 mínútum leiksins (Henok Goitom og Daniel Majstorovic) og lenti síðan 0-1 undir þegar Philip Haglund skoraði úr víti á 24. mínútu.
Liðið kom hinsvegar til baka og mörk á 31., 49. og 80. mínútu tryggðu liðinu öruggan sigur.
Þetta var fyrsta tapa Gautaborgarliðsins síðan 17. mars en liðið var búið að spila sjö deildarleiki í röð án þess að tapa. Hjálmar Jónsson og Hjörtur Logi Valgarðsson voru báðir á bekknum hjá IFK.
Þrátt fyrir sigurinn þá er AIK-liðið enn fimm stigum á eftir IFK Gautaborg í töflunni en AIK var aðeins búið að vinna einn af fyrstu sex leikjum sínum.
AIK klikkaði á tveimur vítum en vann samt
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn