Mazda RX-7 í fjallaklifri með 750 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2013 11:30 Fjórar Wankel vélar knýja þennan ofuröfluga bíl. Red Bull ökumaðurinn Mike Whiddett prófaði um daginn óvenjulegt fjallaklifur í Nýja Sjálandi með 750 hestöfl að vopni. Þessi hestöfl leynast í breyttum Mazda RX-7 sportbíl með einum fjórum Wankel (Rotary) vélum og því er aldrei skortur á afli í þessum litla bíl. Í fjallaklifrinu var farin ríflega 10 kílómetra leið og hækkunin á leiðinni nam 1.100 metrum. Ekki tók þó ferðin mjög langan tíma, en hún var mynduð í bak og fyrir og alveg þess virði að eyða þremur mínútum í að skoða ökuhæfni bílstjórans og ægifagurt landslag Nýja Sjálands. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent
Fjórar Wankel vélar knýja þennan ofuröfluga bíl. Red Bull ökumaðurinn Mike Whiddett prófaði um daginn óvenjulegt fjallaklifur í Nýja Sjálandi með 750 hestöfl að vopni. Þessi hestöfl leynast í breyttum Mazda RX-7 sportbíl með einum fjórum Wankel (Rotary) vélum og því er aldrei skortur á afli í þessum litla bíl. Í fjallaklifrinu var farin ríflega 10 kílómetra leið og hækkunin á leiðinni nam 1.100 metrum. Ekki tók þó ferðin mjög langan tíma, en hún var mynduð í bak og fyrir og alveg þess virði að eyða þremur mínútum í að skoða ökuhæfni bílstjórans og ægifagurt landslag Nýja Sjálands.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent