Guðjón L. frétti af Gullmerkinu frá Gaupa: Alveg skelfilegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2013 13:29 Ingvar Guðjónsson. Mynd/Óskar Andri Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. „Ég fór að labba í morgun með hundana mína og þá hringir Gaupi (Guðjójn Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport) og segir mér þessar fréttir. Ég var í Noregi í gær og kom heim í gærkvöldi. Ég hafði ekki hugmynd um þetta og er búinn að vera í símanum síðan til að reyna svara spurningunni: Af hverju vissi ég þetta ekki," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, þegar Vísir leitaði viðbragða við því af hverju dómari dæmdi hjá Fram aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann fékk gullmerki félagsins. „Ég vil ekki kalla það tabú en það er eins og engum hafi dottið það í huga að láta hvorki mig eða menn í dómaranefndinni vita að þessi staða væri uppi. Ég er virkilega vonsvikinn gagnvart öllum sem vissu af þessu að hafa ekki sagt okkur frá þessu fyrir leik. Þá hefðum við væntanlega brugðist við á þann hátt að skipta um par. Ég er jafn svekktur og hreyfingin öll hlýtur að vera því þetta er alveg skelfilegt," sagði Guðjón. „Ég bara næ því ekki að þeim hafi ekki dottið í hug að láta mig vita, fyrir það fyrsta að þetta stæði til og í öðru lagi að hann hafi tekið á móti merkinu þennan morgun. Það er bara forkastanlegt," sagði Guðjón en bætti svo við: „Ég vil að það komi alveg skýrt fram að það er enginn að saka hann um það að hann hafi ætlað að vera óheiðarlegur eða að hann hafi verið það. Aftur á móti er þetta einfaldlega staða sem á ekki að koma upp. Þarna er verið að búa til aðstæður sem menn þurfa ekki að vera í. Menn hringja í mig af minna tilefni þegar er einhver vafamál um hvort þeir geti dæmt leiki," sagði Guðjón. „Í þessi tilefni finnst mér að dómararnir, hreyfingin eða Fram hefði átt að láta okkur vita að þetta hafi komið upp. Ég er í eftirliti á kvennaleiknum sem fór fram í Framhúsinu á undan þessum leik og það er enginn að segja mér frá þessu þá," segir Guðjón. „Þetta er búið og gert og það verður bara að læra af þessu. Þetta er mál sem hefði aldrei átt að koma upp. Ég og þeir sem ég hef náð í dómaranefnd erum mjög óhressir með þetta," sagði Guðjón.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. „Ég fór að labba í morgun með hundana mína og þá hringir Gaupi (Guðjójn Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport) og segir mér þessar fréttir. Ég var í Noregi í gær og kom heim í gærkvöldi. Ég hafði ekki hugmynd um þetta og er búinn að vera í símanum síðan til að reyna svara spurningunni: Af hverju vissi ég þetta ekki," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, þegar Vísir leitaði viðbragða við því af hverju dómari dæmdi hjá Fram aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann fékk gullmerki félagsins. „Ég vil ekki kalla það tabú en það er eins og engum hafi dottið það í huga að láta hvorki mig eða menn í dómaranefndinni vita að þessi staða væri uppi. Ég er virkilega vonsvikinn gagnvart öllum sem vissu af þessu að hafa ekki sagt okkur frá þessu fyrir leik. Þá hefðum við væntanlega brugðist við á þann hátt að skipta um par. Ég er jafn svekktur og hreyfingin öll hlýtur að vera því þetta er alveg skelfilegt," sagði Guðjón. „Ég bara næ því ekki að þeim hafi ekki dottið í hug að láta mig vita, fyrir það fyrsta að þetta stæði til og í öðru lagi að hann hafi tekið á móti merkinu þennan morgun. Það er bara forkastanlegt," sagði Guðjón en bætti svo við: „Ég vil að það komi alveg skýrt fram að það er enginn að saka hann um það að hann hafi ætlað að vera óheiðarlegur eða að hann hafi verið það. Aftur á móti er þetta einfaldlega staða sem á ekki að koma upp. Þarna er verið að búa til aðstæður sem menn þurfa ekki að vera í. Menn hringja í mig af minna tilefni þegar er einhver vafamál um hvort þeir geti dæmt leiki," sagði Guðjón. „Í þessi tilefni finnst mér að dómararnir, hreyfingin eða Fram hefði átt að láta okkur vita að þetta hafi komið upp. Ég er í eftirliti á kvennaleiknum sem fór fram í Framhúsinu á undan þessum leik og það er enginn að segja mér frá þessu þá," segir Guðjón. „Þetta er búið og gert og það verður bara að læra af þessu. Þetta er mál sem hefði aldrei átt að koma upp. Ég og þeir sem ég hef náð í dómaranefnd erum mjög óhressir með þetta," sagði Guðjón.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira