„Núna er helsta takmark mitt að gerast eins líkamlega góður og ég get,“ sagði Kubica í viðtali við Autosport. Hann staðfesti einnig að hann hefði fengið tækifæri til að spreyta sig í bílhermi Mercedes-formúluliðsins.
„Ég get ekki enn ekið einssætisbílum en sjónin er ekki á götubílum eins og er.“ Kubica var boðið keppnissæti í DTM, þýska götubílameistaramótinu, en hann hafnaði því. „DTM er einhver besta mótaröð í heimi en ég er búinn að ákveða að stefna annað.“
Kubica er samt raunsær og segir litlar líkur á því að hann verði nokkur tíma nógu góður til að keppa í Formúlu 1 á ný. „Það eru engar sérstakar líkur á því hvort ég snúi aftur en það er heldur ekkert afráðið að ég fái tækifæri. Ég ætla að reyna mitt besta.“
