Formúla 1

Liðin ætla að ræða nýjar refsileiðir

Romain Grosjean olli rosa árekstri í fyrstu beygju í belgíska kappakstrinum í fyrra. Hann fékk í kjölfarið ekki að keppa á Ítalíu.
Romain Grosjean olli rosa árekstri í fyrstu beygju í belgíska kappakstrinum í fyrra. Hann fékk í kjölfarið ekki að keppa á Ítalíu.
Keppnisliðin í Formúlu 1 ætla að ræða nýtt refsikerfi fyrir ökumenn yfir keppnishelgina á Spáni eftir viku. Charlie Whiting, keppnisstjóri í formúlunni, ætlar að standa fyrir fundinum.

Fyrstu hugmyndir um refsikerfið er að ökumönnum verði refsað á stigatöflunni fyrir akstursbrot í brautinni. Vitleysa í upphafi vertíðar gæti því kostað ökumenn mikilvæg stig í titilbaráttunni auk þess sem háar fjárhæðir eru í húfi fyrir hvert sæti í stigatöflu keppnisliða sem tapast.

FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið, hefur nú þegar reynt kerfið bak við tjöldin til að mýkja það fyrir liðunum. „Við höfum fylgst með brotum í brautinni og reynt að heimfæra þau í nýja kerfið. Það verður gert í allt sumar.“

Ráðgert er að breyta reglum í Formúlu 1 í haust til þess að gefa keppnisliðunum tækifæri til að halda fleiri æfingar næsta vetur. Refsikerfinu verður breytt þá um leið ef samstaða næst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×