Segir Framara hafa dæmt leikinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. maí 2013 22:25 Aron Kristjánsson í Safamýri í kvöld Mynd/Daníel "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka um umdeilt atvik í tapi Hauka gegn Fram í tvíframlengdum leik liðanna í Safamýri í kvöld. Þá virtist Sigurbergur Sveinsson koma Haukum tveimur mörkum yfir og hálf mínúta eftir en í staðinn var dæmdur ruðningur og Sigurbergur fékk tveggja mínútna brottvísun. Haukar léku tveimur færri síðustu 30 sekúndur venjulegs leiktíma. „Ég get tekið mörg atvik í viðbót í leiknum. Við áttum auðvitað að vinna þennan leik í venjulegum leiktíma. Ég fatta ekki að það sé verið að setja tvo Framara á leik í úrslita einvígi í Framheimilinu. Ég fatta ekki ákvörðun dómaranefndar," sagði Aron og hélt áfram.Sigurbergur sækir að marki Fram í kvöld.Mynd/Daníel„Það kom berlega í ljós í venjulegum leiktíma. Þetta ræður úrslitum í venjulegum leiktíma. Ég vil taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef rætt dómara eftir leik. Ég hef haft það fyrir reglu að gera það ekki en ég get ekki orða minna bundist,“ sagði Aron allt annað en sáttur." „Við töpum þessu sjálfir í framlengingunni. Klikkum á dauðafæri og í annarri framlengingunni missum við haus þegar þeir komast tveimur mörkum yfir. Menn léku eins og það væru tíu sekúndur eftir en ekki sex mínútur. Það þurfum við að laga en þessi leikur átti aldrei að fara í framlengingu," segir Aron. Hann er ekki tilbúinn að kasta inn handklæðinu þótt staðan sé slæm.Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld.Mynd/Daníel„Nú þurfum við að safna kröftum og undirbúa okkur undir slaginn á laugardaginn. Það er ekki boðlegt að þetta vinnist svona." „Við komum mjög öflugir inn þessa úrslitakeppnina og vinnum ÍR sannfærandi. Mér finnst við berjast vel og það er auðvitað fúlt að við áttum að vinna þetta í venjulegum leiktíma. Þetta er bara einn leikur í einu og við þurfum að vinna leikinn á laugardag,“ sagði Aron sem hefur ekki gefist upp þó staðan sé svört." Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43 Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
"Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka um umdeilt atvik í tapi Hauka gegn Fram í tvíframlengdum leik liðanna í Safamýri í kvöld. Þá virtist Sigurbergur Sveinsson koma Haukum tveimur mörkum yfir og hálf mínúta eftir en í staðinn var dæmdur ruðningur og Sigurbergur fékk tveggja mínútna brottvísun. Haukar léku tveimur færri síðustu 30 sekúndur venjulegs leiktíma. „Ég get tekið mörg atvik í viðbót í leiknum. Við áttum auðvitað að vinna þennan leik í venjulegum leiktíma. Ég fatta ekki að það sé verið að setja tvo Framara á leik í úrslita einvígi í Framheimilinu. Ég fatta ekki ákvörðun dómaranefndar," sagði Aron og hélt áfram.Sigurbergur sækir að marki Fram í kvöld.Mynd/Daníel„Það kom berlega í ljós í venjulegum leiktíma. Þetta ræður úrslitum í venjulegum leiktíma. Ég vil taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef rætt dómara eftir leik. Ég hef haft það fyrir reglu að gera það ekki en ég get ekki orða minna bundist,“ sagði Aron allt annað en sáttur." „Við töpum þessu sjálfir í framlengingunni. Klikkum á dauðafæri og í annarri framlengingunni missum við haus þegar þeir komast tveimur mörkum yfir. Menn léku eins og það væru tíu sekúndur eftir en ekki sex mínútur. Það þurfum við að laga en þessi leikur átti aldrei að fara í framlengingu," segir Aron. Hann er ekki tilbúinn að kasta inn handklæðinu þótt staðan sé slæm.Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld.Mynd/Daníel„Nú þurfum við að safna kröftum og undirbúa okkur undir slaginn á laugardaginn. Það er ekki boðlegt að þetta vinnist svona." „Við komum mjög öflugir inn þessa úrslitakeppnina og vinnum ÍR sannfærandi. Mér finnst við berjast vel og það er auðvitað fúlt að við áttum að vinna þetta í venjulegum leiktíma. Þetta er bara einn leikur í einu og við þurfum að vinna leikinn á laugardag,“ sagði Aron sem hefur ekki gefist upp þó staðan sé svört."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43 Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43