Segir Framara hafa dæmt leikinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. maí 2013 22:25 Aron Kristjánsson í Safamýri í kvöld Mynd/Daníel "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka um umdeilt atvik í tapi Hauka gegn Fram í tvíframlengdum leik liðanna í Safamýri í kvöld. Þá virtist Sigurbergur Sveinsson koma Haukum tveimur mörkum yfir og hálf mínúta eftir en í staðinn var dæmdur ruðningur og Sigurbergur fékk tveggja mínútna brottvísun. Haukar léku tveimur færri síðustu 30 sekúndur venjulegs leiktíma. „Ég get tekið mörg atvik í viðbót í leiknum. Við áttum auðvitað að vinna þennan leik í venjulegum leiktíma. Ég fatta ekki að það sé verið að setja tvo Framara á leik í úrslita einvígi í Framheimilinu. Ég fatta ekki ákvörðun dómaranefndar," sagði Aron og hélt áfram.Sigurbergur sækir að marki Fram í kvöld.Mynd/Daníel„Það kom berlega í ljós í venjulegum leiktíma. Þetta ræður úrslitum í venjulegum leiktíma. Ég vil taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef rætt dómara eftir leik. Ég hef haft það fyrir reglu að gera það ekki en ég get ekki orða minna bundist,“ sagði Aron allt annað en sáttur." „Við töpum þessu sjálfir í framlengingunni. Klikkum á dauðafæri og í annarri framlengingunni missum við haus þegar þeir komast tveimur mörkum yfir. Menn léku eins og það væru tíu sekúndur eftir en ekki sex mínútur. Það þurfum við að laga en þessi leikur átti aldrei að fara í framlengingu," segir Aron. Hann er ekki tilbúinn að kasta inn handklæðinu þótt staðan sé slæm.Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld.Mynd/Daníel„Nú þurfum við að safna kröftum og undirbúa okkur undir slaginn á laugardaginn. Það er ekki boðlegt að þetta vinnist svona." „Við komum mjög öflugir inn þessa úrslitakeppnina og vinnum ÍR sannfærandi. Mér finnst við berjast vel og það er auðvitað fúlt að við áttum að vinna þetta í venjulegum leiktíma. Þetta er bara einn leikur í einu og við þurfum að vinna leikinn á laugardag,“ sagði Aron sem hefur ekki gefist upp þó staðan sé svört." Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
"Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka um umdeilt atvik í tapi Hauka gegn Fram í tvíframlengdum leik liðanna í Safamýri í kvöld. Þá virtist Sigurbergur Sveinsson koma Haukum tveimur mörkum yfir og hálf mínúta eftir en í staðinn var dæmdur ruðningur og Sigurbergur fékk tveggja mínútna brottvísun. Haukar léku tveimur færri síðustu 30 sekúndur venjulegs leiktíma. „Ég get tekið mörg atvik í viðbót í leiknum. Við áttum auðvitað að vinna þennan leik í venjulegum leiktíma. Ég fatta ekki að það sé verið að setja tvo Framara á leik í úrslita einvígi í Framheimilinu. Ég fatta ekki ákvörðun dómaranefndar," sagði Aron og hélt áfram.Sigurbergur sækir að marki Fram í kvöld.Mynd/Daníel„Það kom berlega í ljós í venjulegum leiktíma. Þetta ræður úrslitum í venjulegum leiktíma. Ég vil taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef rætt dómara eftir leik. Ég hef haft það fyrir reglu að gera það ekki en ég get ekki orða minna bundist,“ sagði Aron allt annað en sáttur." „Við töpum þessu sjálfir í framlengingunni. Klikkum á dauðafæri og í annarri framlengingunni missum við haus þegar þeir komast tveimur mörkum yfir. Menn léku eins og það væru tíu sekúndur eftir en ekki sex mínútur. Það þurfum við að laga en þessi leikur átti aldrei að fara í framlengingu," segir Aron. Hann er ekki tilbúinn að kasta inn handklæðinu þótt staðan sé slæm.Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld.Mynd/Daníel„Nú þurfum við að safna kröftum og undirbúa okkur undir slaginn á laugardaginn. Það er ekki boðlegt að þetta vinnist svona." „Við komum mjög öflugir inn þessa úrslitakeppnina og vinnum ÍR sannfærandi. Mér finnst við berjast vel og það er auðvitað fúlt að við áttum að vinna þetta í venjulegum leiktíma. Þetta er bara einn leikur í einu og við þurfum að vinna leikinn á laugardag,“ sagði Aron sem hefur ekki gefist upp þó staðan sé svört."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43