Sýslumaðurinn farinn úr Dalasýslu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2013 18:45 Dalamenn óttast að saga sýslumannsembættis Dalasýslu, sem talin er ná aftur til þrettándu aldar, sé brátt öll. Frá síðustu mánaðamótum hefur sýslumaður Snæfellsness gegnt embættinu. Kolröng byggðastefna, segir sveitarstjóri Dalabyggðar. Allt frá því Auður djúpúðga nam land við Hvammsfjörð hafa Dalir átt höfðingja- og embættismannasetur. Þar bjuggu valdamenn Sturlungaaldar, þaðan drottnaði Ólöf ríka og þar hafa jafnan í gegnum aldirnar setið sýslumenn, - allt þar til nú. Tómlegt er orðið á sýsluskrifstofunni í Búðardal eftir að síðasti sýslumaður lét af störfum þann 1. maí og er nú aðeins einn starfsmaður í hálfu starfi eftir á skrifstofunni. Innanríkisráðuneytið ákvað í ljósi frumvarpsdraga um fækkun sýslumannsembætta að bíða með að ráða í embættið en fela sýslumanninum í Stykkishólmi að gegna því tímabundið. „Þetta er kolröng stefna og öfug byggðastefna," segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, og segir að nær væri að styrkja einingarnar á hverjum stað enda sé hægt að sinna mörgum verkefnum jafnt í Búðardal sem Reykjavík. Kristján kammerráð, Magnús Ketilsson, Hannes Hafstein og Friðjón Þórðarson eru meðal frægra sýslumanna í sögu Dalasýslu en talið er að embættið megi rekja allt aftur til Járnsíðulaga frá þrettándu öld. En hér eru ekki aðeins að verða söguleg tímamót. Sveitarfélagið sér einnig á bak starfi sem krafðist háskólamenntunar og skilaði háu útsvari. Sveitarstjórinn segir þetta enn eitt áfallið í þá veruna: „Við höfum svo sem horft upp á þetta, að kannski sérstaklega stjórnunarstörfum og störfum á vegum ríkisins hefur fækkað ár frá ári. Hér munar náttúrlega um hvert einasta starf þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni." Dalabyggð Stjórnsýsla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Dalamenn óttast að saga sýslumannsembættis Dalasýslu, sem talin er ná aftur til þrettándu aldar, sé brátt öll. Frá síðustu mánaðamótum hefur sýslumaður Snæfellsness gegnt embættinu. Kolröng byggðastefna, segir sveitarstjóri Dalabyggðar. Allt frá því Auður djúpúðga nam land við Hvammsfjörð hafa Dalir átt höfðingja- og embættismannasetur. Þar bjuggu valdamenn Sturlungaaldar, þaðan drottnaði Ólöf ríka og þar hafa jafnan í gegnum aldirnar setið sýslumenn, - allt þar til nú. Tómlegt er orðið á sýsluskrifstofunni í Búðardal eftir að síðasti sýslumaður lét af störfum þann 1. maí og er nú aðeins einn starfsmaður í hálfu starfi eftir á skrifstofunni. Innanríkisráðuneytið ákvað í ljósi frumvarpsdraga um fækkun sýslumannsembætta að bíða með að ráða í embættið en fela sýslumanninum í Stykkishólmi að gegna því tímabundið. „Þetta er kolröng stefna og öfug byggðastefna," segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, og segir að nær væri að styrkja einingarnar á hverjum stað enda sé hægt að sinna mörgum verkefnum jafnt í Búðardal sem Reykjavík. Kristján kammerráð, Magnús Ketilsson, Hannes Hafstein og Friðjón Þórðarson eru meðal frægra sýslumanna í sögu Dalasýslu en talið er að embættið megi rekja allt aftur til Járnsíðulaga frá þrettándu öld. En hér eru ekki aðeins að verða söguleg tímamót. Sveitarfélagið sér einnig á bak starfi sem krafðist háskólamenntunar og skilaði háu útsvari. Sveitarstjórinn segir þetta enn eitt áfallið í þá veruna: „Við höfum svo sem horft upp á þetta, að kannski sérstaklega stjórnunarstörfum og störfum á vegum ríkisins hefur fækkað ár frá ári. Hér munar náttúrlega um hvert einasta starf þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni."
Dalabyggð Stjórnsýsla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira