Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin þegar LdB FC Malmö vann 5-0 stórsigur á Elísabetu Gunnarsdóttur og stelpunum hennar í Kristianstad í dag í Íslendingaslag í sænsku kvennadeildinni í fótbolta.
Sara Björk skoraði mörkin sín á 12. og 37. mínútu leiksins en í seinni hálfleiknum bættu þær Ramona Bachmann (2 mörk) og Katrine Veje við mörkum.
Þóra Björg Helgadóttir stóð allan tímann í marki LdB FC Malmö en Sara Björk var tekin af velli á 72. mínútu skömmu eftir að liðið komst fjórum mörkum yfir.
Margrét Lára Vidarsdóttir spilaði fyrstu 68 mínúturnar en hún var óheppin að koma Kristianstad ekki í 1-0 þegar hún átti skot í slagverkið á 3. mínútu leiksins. Sif Atladóttir lék allan leikinn með Kristianstad en Guðný Björk Óðinsdóttir var ekki með vegna meiðsla.
Sara Björk með tvö mörk í stórsigri
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




