Tollvörður vill milljónir - og vinnuna aftur Hjörtur Hjartarson skrifar 11. maí 2013 18:50 Tollvörður, sem um tíma lá undir grun að hafa átt aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, mun á næstunni hefja störf á ný hjá embætti tollstjóra. Lögmaður tollvarðarins undirbýr nú fyrir hönd skjólstæðings síns kröfu um miskabætur fyrir að hafa setið í fjórar vikur í einangrun að ósekju. Tollvörðurinn var leystu frá störfum þegar hann var hnepptur í gæsluvarðhald í kjölfar þess að upp komst um tilraun til að smygla um 17 kíló af amfetamíni og einum komma sjö lítrum af amfetamínbasa í póstsendingu frá Danmörku. Frændi tollvarðarins er sagður einn af höfuðpaurunum í málinu og af þeim sökum mun grunur hafa beinst að honum upphaflega. Talið var að tollvörðurinn hefði séð til þess að fíkniefnahundur hafi ekki verið við vinnu þegar sendingin kom til landsins. Ekkert benti hinsvegar til þess að sá grunur væri á rökum reistur. Að sögn Ómars Bjarnþórssonar, lögmanni tollvarðarins, neitaði skjólstæðingur hans sök allan tímann sem hann sat í gæsluvarðhaldi og lagði fram gögn og vitnisburði máli sínu til stuðnings. Farið var yfir öll símasamskipti þeirra frænda og leiddi sú rannsókn ekkert misjafnt í ljós. Tollvörðurinn hyggst núna stefna ríkinu til greiðslu miskabóta fyrir að hafa setið í einangrun að ósekju. Að sögn Ómars liggur ekki fyrir hversu há upphæðin verður en ljóst sé að um margar milljónir sé að ræða. Tollvörðurinn mun í næstu viku hefja störf hjá embætti tollstjóra á nýjan leik. Hann var á hálfum launum þann tíma sem hann var frá vinnu en fær nú afturvirkt full laun. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Tollvörður, sem um tíma lá undir grun að hafa átt aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, mun á næstunni hefja störf á ný hjá embætti tollstjóra. Lögmaður tollvarðarins undirbýr nú fyrir hönd skjólstæðings síns kröfu um miskabætur fyrir að hafa setið í fjórar vikur í einangrun að ósekju. Tollvörðurinn var leystu frá störfum þegar hann var hnepptur í gæsluvarðhald í kjölfar þess að upp komst um tilraun til að smygla um 17 kíló af amfetamíni og einum komma sjö lítrum af amfetamínbasa í póstsendingu frá Danmörku. Frændi tollvarðarins er sagður einn af höfuðpaurunum í málinu og af þeim sökum mun grunur hafa beinst að honum upphaflega. Talið var að tollvörðurinn hefði séð til þess að fíkniefnahundur hafi ekki verið við vinnu þegar sendingin kom til landsins. Ekkert benti hinsvegar til þess að sá grunur væri á rökum reistur. Að sögn Ómars Bjarnþórssonar, lögmanni tollvarðarins, neitaði skjólstæðingur hans sök allan tímann sem hann sat í gæsluvarðhaldi og lagði fram gögn og vitnisburði máli sínu til stuðnings. Farið var yfir öll símasamskipti þeirra frænda og leiddi sú rannsókn ekkert misjafnt í ljós. Tollvörðurinn hyggst núna stefna ríkinu til greiðslu miskabóta fyrir að hafa setið í einangrun að ósekju. Að sögn Ómars liggur ekki fyrir hversu há upphæðin verður en ljóst sé að um margar milljónir sé að ræða. Tollvörðurinn mun í næstu viku hefja störf hjá embætti tollstjóra á nýjan leik. Hann var á hálfum launum þann tíma sem hann var frá vinnu en fær nú afturvirkt full laun.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira