Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Selfoss 2-1 | Garðar hetja Skagamanna Kristinn Páll Teitsson á Akranesi skrifar 29. maí 2013 10:40 Skagamenn bókuðu miða sinn í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins með naumum 2-1 sigri á Selfyssingum í kvöld. Grípa þurfti til framlengingar og skoraði Garðar Bergmann sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks hennar. Bæði liðin hafa farið hægt af stað í sumar með þrjú stig. Bæði liðin eru í 10. sæti, ÍA í Pepsi deildinni en Selfoss í 1. deildinni. Heimamenn byrjuðu betur og fengu betri færin framan af en þegar leið á leikinn virtust þeir detta út úr leiknum og gestirnir gengu á lagið. Illa gekk þó að skora og varði Páll Gísli í marki ÍA tvisvar vel, víti frá Javier Lacalle og skalla frá Joseph Yoffe. Spilamennskan í fyrri hálfleik var ekkert til að hrópa húrra fyrir og gátu bæði liðin gert mun betur. Lengst af var það sama upp á teningunum í seinni hálfleik, hvorugt liðið náði að skapa sér almennileg færi fyrstu þrjátíu mínútur hálfleiksins. Upp úr þurru kom svo fyrsta mark leiksins, langur bolti kom inn á vítateig Selfyssinga og þar var Garðar Gunnlaugsson mættur, skallaði boltann niður fyrir Jóhannes Karl sem skoraði með bylmingsskoti á 81. mínútu. Þegar heimamenn virtust vera að sigla sigrinum heim kom jöfnunarmark Selfyssinga úr ólíklegri átt, Sigurður Eyberg Guðlaugsson skoraði með góðu skoti úr hornspyrnu. Hvorugt liðið náði að stela sigrinum á síðustu mínútunum og þurfti að grípa til framlengingu til að útkljá leikinn. Fyrri framlengingin var framhald af fyrstu 90 mínútum leiksins, liðin áttu erfitt með að skapa sér færi. Í upphafi seinni framlengingarinnar kom svo sigurmarkið, eftir góðan sprett hjá Joakim Wrele gaf hann fyrir þar sem Garðar Bergmann var mættur og kláraði færið. Garðar fékk svo færi til að klára leikinn rétt fyrir lok leiksins þegar Joakim Wrele fékk víti. Spyrna Garðars var hinsvegar léleg og var töluvert framhjá. Selfyssingar brunuðu í sókn og úr hornspyrnu áttu þeir skot sem var bjargað á línu en nær komust þeir ekki.Þórður: Bikarleikir eru baráttuleikir„Bikarleikir eru yfirleitt miklir baráttuleikir, sérstaklega þegar lið úr neðri deildunum mætir liði í efstu deild verða oft læti og baráttan í fyrirrúmi," sagði Þórður Þórðarsson, þjálfari ÍA eftir leikinn. „Þeir fá einhver færi en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna frá A-Ö í 120 mínútur. Við lendum í basli í framlengingunni þegar Jói Kalli meiddist og við vorum nánast manni færri síðustu 20 mínútur framlengingarinnar," Eftir mikla baráttu kom fyrsta mark leiksins með glæsilegu skoti frá fyrirliða Skagamanna, Jóhannesi Karli. „Það var virkilega gert hjá strákunum, góður bolti upp á Garðar sem lagði boltann á Jóa og hann kláraði þetta vel. Selfyssingar svöruðu með góðu marki úr hornspyrnu sem við eigum ekki að vera að fá á okkur," Skagamenn náðu forskotinu aftur í framlengingunni og hefðu getað gert út af við leikinn þegar örfáar mínútur voru eftir en Garðar brenndi af víti. Selfyssingar brunuðu beint í sókn og var skot þeirra hreinsað af línu. „Ég fékk í magann þegar hann klúðraði vítinu, við vorum manni færri og við vissum að restin yrði erfið. Samkvæmt handritinu hefðu þeir geta jafnað í restina en sem betur fer kláruðu strákarnir þetta vel," sagði Þórður.Gunnar: Baráttuleikur sem var mjög fjörugur„Ég veit ekki hvað þið kallið fallega knattspyrnu, þetta var baráttuleikur sem mér fannst mjög fjörugur," sagði Gunnar Guðmundsson, þjálfari Selfyssinga eftir leikinn. „Það voru þónokkur góð færi og nóg af lífi í leiknum svo mér fannst þetta líflegur leikur. Það er hinsvegar hægt að spila betri knattspyrnu," Selfyssingar fengu dauðafæri til að ná forskotinu eftir 34. mínútu en Páll Gísli varði víti Javier Zurbeno Lacella. Hann varði svo aftur vel frá Joseph David Yoffe seinna í hálfleiknum. „Við fengum betri færi en leikurinn var í jafnvægi. Skagamenn fengu líka sín færi, þetta var bara spurning hvar markið myndi detta. Eftir að þeir skoruðu duttu þeir aftur og við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn og jafna á seinustu stundu." „Sigurður er með hörku skotfót og hann gerði mjög vel að klára færið. Ég var vongóður að við myndum ná að klára þetta í framlengingunni en því miður fór þetta á hinn veginn," Skagamenn fengu fínt færi til að klára leikinn á seinustu mínútum leiksins en brenndu af víti. Selfyssingar brunuðu í sókn og mátti litlu muna að þeir næðu að komast í vítaspyrnukeppni. „Þetta var týpískt eftir leiknum, hann var sveiflukenndur og það hefði verið eftir því að ná að skora í lokin og komast í vítakeppnina," sagði Gunnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Skagamenn bókuðu miða sinn í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins með naumum 2-1 sigri á Selfyssingum í kvöld. Grípa þurfti til framlengingar og skoraði Garðar Bergmann sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks hennar. Bæði liðin hafa farið hægt af stað í sumar með þrjú stig. Bæði liðin eru í 10. sæti, ÍA í Pepsi deildinni en Selfoss í 1. deildinni. Heimamenn byrjuðu betur og fengu betri færin framan af en þegar leið á leikinn virtust þeir detta út úr leiknum og gestirnir gengu á lagið. Illa gekk þó að skora og varði Páll Gísli í marki ÍA tvisvar vel, víti frá Javier Lacalle og skalla frá Joseph Yoffe. Spilamennskan í fyrri hálfleik var ekkert til að hrópa húrra fyrir og gátu bæði liðin gert mun betur. Lengst af var það sama upp á teningunum í seinni hálfleik, hvorugt liðið náði að skapa sér almennileg færi fyrstu þrjátíu mínútur hálfleiksins. Upp úr þurru kom svo fyrsta mark leiksins, langur bolti kom inn á vítateig Selfyssinga og þar var Garðar Gunnlaugsson mættur, skallaði boltann niður fyrir Jóhannes Karl sem skoraði með bylmingsskoti á 81. mínútu. Þegar heimamenn virtust vera að sigla sigrinum heim kom jöfnunarmark Selfyssinga úr ólíklegri átt, Sigurður Eyberg Guðlaugsson skoraði með góðu skoti úr hornspyrnu. Hvorugt liðið náði að stela sigrinum á síðustu mínútunum og þurfti að grípa til framlengingu til að útkljá leikinn. Fyrri framlengingin var framhald af fyrstu 90 mínútum leiksins, liðin áttu erfitt með að skapa sér færi. Í upphafi seinni framlengingarinnar kom svo sigurmarkið, eftir góðan sprett hjá Joakim Wrele gaf hann fyrir þar sem Garðar Bergmann var mættur og kláraði færið. Garðar fékk svo færi til að klára leikinn rétt fyrir lok leiksins þegar Joakim Wrele fékk víti. Spyrna Garðars var hinsvegar léleg og var töluvert framhjá. Selfyssingar brunuðu í sókn og úr hornspyrnu áttu þeir skot sem var bjargað á línu en nær komust þeir ekki.Þórður: Bikarleikir eru baráttuleikir„Bikarleikir eru yfirleitt miklir baráttuleikir, sérstaklega þegar lið úr neðri deildunum mætir liði í efstu deild verða oft læti og baráttan í fyrirrúmi," sagði Þórður Þórðarsson, þjálfari ÍA eftir leikinn. „Þeir fá einhver færi en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna frá A-Ö í 120 mínútur. Við lendum í basli í framlengingunni þegar Jói Kalli meiddist og við vorum nánast manni færri síðustu 20 mínútur framlengingarinnar," Eftir mikla baráttu kom fyrsta mark leiksins með glæsilegu skoti frá fyrirliða Skagamanna, Jóhannesi Karli. „Það var virkilega gert hjá strákunum, góður bolti upp á Garðar sem lagði boltann á Jóa og hann kláraði þetta vel. Selfyssingar svöruðu með góðu marki úr hornspyrnu sem við eigum ekki að vera að fá á okkur," Skagamenn náðu forskotinu aftur í framlengingunni og hefðu getað gert út af við leikinn þegar örfáar mínútur voru eftir en Garðar brenndi af víti. Selfyssingar brunuðu beint í sókn og var skot þeirra hreinsað af línu. „Ég fékk í magann þegar hann klúðraði vítinu, við vorum manni færri og við vissum að restin yrði erfið. Samkvæmt handritinu hefðu þeir geta jafnað í restina en sem betur fer kláruðu strákarnir þetta vel," sagði Þórður.Gunnar: Baráttuleikur sem var mjög fjörugur„Ég veit ekki hvað þið kallið fallega knattspyrnu, þetta var baráttuleikur sem mér fannst mjög fjörugur," sagði Gunnar Guðmundsson, þjálfari Selfyssinga eftir leikinn. „Það voru þónokkur góð færi og nóg af lífi í leiknum svo mér fannst þetta líflegur leikur. Það er hinsvegar hægt að spila betri knattspyrnu," Selfyssingar fengu dauðafæri til að ná forskotinu eftir 34. mínútu en Páll Gísli varði víti Javier Zurbeno Lacella. Hann varði svo aftur vel frá Joseph David Yoffe seinna í hálfleiknum. „Við fengum betri færi en leikurinn var í jafnvægi. Skagamenn fengu líka sín færi, þetta var bara spurning hvar markið myndi detta. Eftir að þeir skoruðu duttu þeir aftur og við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn og jafna á seinustu stundu." „Sigurður er með hörku skotfót og hann gerði mjög vel að klára færið. Ég var vongóður að við myndum ná að klára þetta í framlengingunni en því miður fór þetta á hinn veginn," Skagamenn fengu fínt færi til að klára leikinn á seinustu mínútum leiksins en brenndu af víti. Selfyssingar brunuðu í sókn og mátti litlu muna að þeir næðu að komast í vítaspyrnukeppni. „Þetta var týpískt eftir leiknum, hann var sveiflukenndur og það hefði verið eftir því að ná að skora í lokin og komast í vítakeppnina," sagði Gunnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn