Kvennalið Íslands í fimleikum vann til gullverðlauna í liðakeppni Smáþjóðaleikanna í dag. Þá vann Dominique Alma Belany öruggan sigur í fjölþraut.
Thelma Rut Hermannsdóttir hafnaði í 3. sæti í fjölþrautinni. Heildaruppskera dagsins var því tvö gull og tvö brons hjá fimleikafólkinu.
Íslensku keppendurnir keppa svo í úrslitum á einstökum áhöldum á fimmtudaginn og verða Dominiqua og Thelma þar í aðalhlutverki ásamt Ólafi og Róbert sem unnu sér rétt til að keppa í úrslitum fyrr í dag.
Í íslenska kvennaliðinu í dag voru Dominiqua Alma Belany, Hildur Ólafsdóttir, Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir og Thelma Rut Hermannsdóttir.

