Rannsaka gróft brot á æfingareglum Birgir Þór Harðarson skrifar 26. maí 2013 22:00 Mercedes-liðið hefur hugsanlega brotið strangar æfingareglur. Keppnislið Red Bull og Ferrari í Formúlu 1 eru mjög óánægð með leynidekkjaprófanir Pirelli og Mercedes eftir kappaksturinn á Spáni. Enginn vissi að prófanirnar færu fram, ekki einu sinni FIA sem rannsakar nú hvort einhverjir hafa gerst brotlegir gegn reglum Formúlu 1. Reglurnar kveða á um að keppnislið meiga ekki æfa eða prófa utan keppnishelga á meðan keppnisvertíðin stendur yfir. Æfingarnar meiga fara fram á fyrirfram ákveðnum dagsetningum sem liðin og FIA semja um. Í vikunni eftir kappaksturinn í Barcelona ók Mercedes-liðið 1000 kílómetra á þremur dögum á brautinni á Spáni. Pirelli, eini dekkjaframleiðandinn sem skaffar liðunum dekk, átti frumkvæðið að prófununum og bað Mercedes um að útvega sér ökutæki af árgerð 2013. Ekki er leyfilegt að aka, prófa eða safna gögnum á brautum utan keppnishelga nema á bílum sem eru eldri en 2010 árgerðir. Ross Brawn liðstjóri Mercedes og fulltrúar Pirelli voru kallaðir á fund dómara og fulltrúa FIA í Mónakó eftir kappaksturinn í dag. Ekki er enn víst hver niðustaða dómaranna verður en líklegt þykir að báðum aðilum verði refsað með stórri fjársekt. Ekki verður fiktað í úrslitum kappakstursins í Mónakó. Mark Webber, ökumaður Red Bull, segir sigur Nico Rosberg í Mercedes-bílnum í dag ekki vera vegna þessara dekkjaprófana. "Ég held að við höfum aðallega verið hissa á því að prófanirnar hafi farið fram. Ég geri samt ekki ráð fyrir að þær hafi haft mikil áhrif á úrslitin í dag. Í hreinskilni sagt hefði þessi bíll hvort sem er staðið vel að vígi hér í Mónakó." Formúla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Keppnislið Red Bull og Ferrari í Formúlu 1 eru mjög óánægð með leynidekkjaprófanir Pirelli og Mercedes eftir kappaksturinn á Spáni. Enginn vissi að prófanirnar færu fram, ekki einu sinni FIA sem rannsakar nú hvort einhverjir hafa gerst brotlegir gegn reglum Formúlu 1. Reglurnar kveða á um að keppnislið meiga ekki æfa eða prófa utan keppnishelga á meðan keppnisvertíðin stendur yfir. Æfingarnar meiga fara fram á fyrirfram ákveðnum dagsetningum sem liðin og FIA semja um. Í vikunni eftir kappaksturinn í Barcelona ók Mercedes-liðið 1000 kílómetra á þremur dögum á brautinni á Spáni. Pirelli, eini dekkjaframleiðandinn sem skaffar liðunum dekk, átti frumkvæðið að prófununum og bað Mercedes um að útvega sér ökutæki af árgerð 2013. Ekki er leyfilegt að aka, prófa eða safna gögnum á brautum utan keppnishelga nema á bílum sem eru eldri en 2010 árgerðir. Ross Brawn liðstjóri Mercedes og fulltrúar Pirelli voru kallaðir á fund dómara og fulltrúa FIA í Mónakó eftir kappaksturinn í dag. Ekki er enn víst hver niðustaða dómaranna verður en líklegt þykir að báðum aðilum verði refsað með stórri fjársekt. Ekki verður fiktað í úrslitum kappakstursins í Mónakó. Mark Webber, ökumaður Red Bull, segir sigur Nico Rosberg í Mercedes-bílnum í dag ekki vera vegna þessara dekkjaprófana. "Ég held að við höfum aðallega verið hissa á því að prófanirnar hafi farið fram. Ég geri samt ekki ráð fyrir að þær hafi haft mikil áhrif á úrslitin í dag. Í hreinskilni sagt hefði þessi bíll hvort sem er staðið vel að vígi hér í Mónakó."
Formúla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira