Katrín Jónsdóttir og félagar hennar í Umeå unnu 2-0 sigur á Mallbacken í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Umeå byrjaði tímabilið ekki alltof vel en hefur fengið níu stig í síðustu níu leikjum sínum.
Lina Hurtig (56. mínúta) og Linnéa Ågren (91. mínúta) skoruðu mörk Umeå í leiknum en sigurinn skilar liðinu upp í fjórða sæti deildarinnar. Linnéa Ågren kom einmitt inn á sem varamaður fyrir Linu Hurtig.
Umeå er búið að vinna fjóra síðustu leiki sína þar sem Katrín hefur byrjað í miðverðinum og liðið er taplaust í sumar með íslenska landsliðsfyrirliðann inn á vellinum.
Næst á dagskrá hjá Katrínu er vináttulandsleikur á móti Skotlandi á Laugardalsvellinum um næstu helgi en það eru góðar fréttir fyrir landsliðið að landsliðsfyrirliðinn sem kominn á fulla ferð á nýjan leik.
Umeå gengur áfram vel með Katrínu í miðverðinum
