Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum fyrir Norrköping í dag er hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Halmstad á útivelli.
Gunnar Heiðar kom sínu liði yfir 20 mínútum fyrir leikslok en Halmstad jafnaði sex mínútum seinna og þar við sat.
Gunnar Heiðar er búinn að skora sex mörk fyrir liðið í fyrstu níu umferðum mótsins.
Norrköping er í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en Halmstad er á botninum.
Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson voru báðir í byrjunarliði Halmstad í kvöld. Guðjón lék allan leikinn en Kristinn fór af velli átta mínútum fyrir leikslok.
