Kia frestar Quoris Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2013 08:45 Kia hafði uppi áform um að kynna lúxusbílinn Quoris á næsta ári utan heimalandsins, en þar er hann nú þegar kominn í sölu undir nafninu K9. Quoris mun þó bíða til ársins 2015. Ástæðan fyrir frestuninni er sú að Kia er að kynna 7 nýja bíla á næstunni og vill ekki að Quoris drukkni inná milli þeirra kynninga. Kia Quoris er fullvaxinn bíll með miklum lúxus og mun fást með sex strokka 333 hestafla vél eða 8 strokka 429 hestafl vél með 5,0 lítra sprengirými. Hann er byggður á sama undirvagni og Hyundai Genesis, sem fengið hefur góðar viðtökur í Bandaríkjunum. Auk þess mun hann bjóðast með sömu vélum. Kia hefur uppi stór áform um að keppa við þýsku og japönsku lúxusbílaframleiðendurna BMW, Audi, Mercedes Benz og Lexus og segir að fyrirtækið muni standa jafnfætis þeim frá og með árinu 2017. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent
Kia hafði uppi áform um að kynna lúxusbílinn Quoris á næsta ári utan heimalandsins, en þar er hann nú þegar kominn í sölu undir nafninu K9. Quoris mun þó bíða til ársins 2015. Ástæðan fyrir frestuninni er sú að Kia er að kynna 7 nýja bíla á næstunni og vill ekki að Quoris drukkni inná milli þeirra kynninga. Kia Quoris er fullvaxinn bíll með miklum lúxus og mun fást með sex strokka 333 hestafla vél eða 8 strokka 429 hestafl vél með 5,0 lítra sprengirými. Hann er byggður á sama undirvagni og Hyundai Genesis, sem fengið hefur góðar viðtökur í Bandaríkjunum. Auk þess mun hann bjóðast með sömu vélum. Kia hefur uppi stór áform um að keppa við þýsku og japönsku lúxusbílaframleiðendurna BMW, Audi, Mercedes Benz og Lexus og segir að fyrirtækið muni standa jafnfætis þeim frá og með árinu 2017.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent