Þýski stórmeistarinn og skákdómarinn Lothar Schmid lést um helgina, 85 ára gamall.
Schmid vakti á sér athygli fyrir samningalipurð þegar hann var aðaldómari í einvígi aldarinnar árið 1972 þegar þeir Boris Spassky og Bobby Fisher tókust á um heimsmeistaratitilinn í Laugadalshöllinni í Reykjavík. Einkum átti hann þar að glíma við ítrekaða duttlunga í Fisher og aðstoðarmenn Spasskýs létu líka í sér heyra, en Lothar Schmid tókst með lagni að leiða einvígið til lykta.