Endursöluverð Fisker Karma fellur um helming Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2013 11:15 Rafbílaframleiðandinn Fisker í Kaliforníu er gjaldþrota og slíkt getur haft mikil áhrif endursöluverð þeirra bíla sem Fisker náði að framleiða fyrir gjaldþrot. Fisker framleiddi Karma bílinn, sem þótt hefur einkar fallegur bíll, en dýr var hann líka. Hann kostaði 103.000 dollara, en nú vill enginn borga nema um helming þess verðs fyrir lítið notaða þannig bíla. Einn Fisker Karma var boðinn upp á eBay um daginn og uppboðið var stöðvað því enginn bauð hærra en 45.100 dollara, vel innan við hálfvirði bílsins. Þó er til dæmi um að Karma bíll hafi selst nýlega fyrir tæpa 60.000 dollara á bílasölu. Nýir eigendur eru eðlilega hræddir um að sú þjónusta sem veitt verður við þessa bíla verði af skornum skammti og varahlutir ef til vill ekki til. Finnur Thorlacius Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent
Rafbílaframleiðandinn Fisker í Kaliforníu er gjaldþrota og slíkt getur haft mikil áhrif endursöluverð þeirra bíla sem Fisker náði að framleiða fyrir gjaldþrot. Fisker framleiddi Karma bílinn, sem þótt hefur einkar fallegur bíll, en dýr var hann líka. Hann kostaði 103.000 dollara, en nú vill enginn borga nema um helming þess verðs fyrir lítið notaða þannig bíla. Einn Fisker Karma var boðinn upp á eBay um daginn og uppboðið var stöðvað því enginn bauð hærra en 45.100 dollara, vel innan við hálfvirði bílsins. Þó er til dæmi um að Karma bíll hafi selst nýlega fyrir tæpa 60.000 dollara á bílasölu. Nýir eigendur eru eðlilega hræddir um að sú þjónusta sem veitt verður við þessa bíla verði af skornum skammti og varahlutir ef til vill ekki til. Finnur Thorlacius
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent