Dubai lögreglan fær Bugatti Veyron Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2013 11:11 Nú ætti að vera orðið ljóst að ekki er hægt að stinga af lögregluna í Dubai. Það dugði henni ekki að vera á Aston Martin One-77, Ferrari FF, Lamborghini Aventador, Bentley Continental GT og Mercedes Benz SLS. Auðvitað varð að fá henni hraðskreiðasta fjöldaframleidda bíl í heimi, Bugatti Veyron. Annað væri nú fásinna. Bíllinn hefur fengið viðeigandi útlit lögreglubíla þar, en satt að segja tekur bíllinn sig ekki sérlega vel út þannig. Vel má velta fyrir sér hvort boruð hafa verið göt á koltrefjaþak bílsins til að festa lögregluljósin, eða önnur gáfulegri aðferð notuð til þess. Nú má ætla að lögreglan í Dubai sé orðin fullbúin af hraðskreiðum bílum, en þó er lengi von á einni vitleysunni enn frá þeim bænum. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Nú ætti að vera orðið ljóst að ekki er hægt að stinga af lögregluna í Dubai. Það dugði henni ekki að vera á Aston Martin One-77, Ferrari FF, Lamborghini Aventador, Bentley Continental GT og Mercedes Benz SLS. Auðvitað varð að fá henni hraðskreiðasta fjöldaframleidda bíl í heimi, Bugatti Veyron. Annað væri nú fásinna. Bíllinn hefur fengið viðeigandi útlit lögreglubíla þar, en satt að segja tekur bíllinn sig ekki sérlega vel út þannig. Vel má velta fyrir sér hvort boruð hafa verið göt á koltrefjaþak bílsins til að festa lögregluljósin, eða önnur gáfulegri aðferð notuð til þess. Nú má ætla að lögreglan í Dubai sé orðin fullbúin af hraðskreiðum bílum, en þó er lengi von á einni vitleysunni enn frá þeim bænum.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent