Matthías Vilhjálmsson skoraði sigurmark Start í 2-1 sigri á c-deildarliði Flekkeröy í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld.
Bæði lið sitja í 13. sæti í deildum sínum en tvær deildir skilja þau að. Start stóð undir nafni með óskabyrjun á 3. mínútu þegar Castro kom þeim yfir.
Heimamenn jöfnuðu metin um miðjan fyrri hálfleikinn og þannig stóðu leikar þar til sjö mínútur lifðu leiks. Þá skoraði Ísfirðingurinn markið mikilvæga og tryggði Start sæti í næstu umferð.
Matthías skaut Start áfram í bikarnum
