Reyni hvað ég get til að halda mér í æfingu 9. júní 2013 06:00 Hugi Harðarson, sem margir þekkja úr sundinu hér á árum áður, tók þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík. Hann synti að sjálfsögðu en skellti sér einnig í kastgreinar. Hér er hann með spjótið á lofti. Sundkappinn Hugi Harðarson er einn fjölmargra keppenda á Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem fer nú fram í Vík í Mýrdal. Skagamaðurinn Hugi , sem var á tímabili í hópi sterkustu sundmanna landsins, er að taka þátt í sínu fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+. Hugi, sem verður fimmtugur eftir tvær vikur, tekur að sjálfsögðu þátt í sundi á mótinu og skellti sér að auki líka í kastgreinar. „Ég er gamall ungmennafélagi og tók þátt í nokkrum landsmótum þegar ég var yngri. Þar keppti ég alltaf í sundi en núna langaði mér að breyta til og bæta við nokkrum greinum. Ég var ekkert búinn að æfa kastgreinar fyrir mótið, ætlaði að vísu að gefa mér tíma í það, en það fyrirfórst. Ég er að æfa hins vegar garpasund tvisvar í viku og í hina almennu líkamsrækt,“ sagði Hugi eftir keppnina í gær. Hugi byrjaði að æfa sund sjö ára gamall og hætti um tvítugt að æfa fyrir alvöru. Hans aðalgreinar voru baksund, skriðsund og fjórsund. Hugi átti á tímabili nokkur Íslandsmet. „Maður býr að því núna í dag að hafa æft mikið þegar maður var yngri. Ég reyni hvað ég get til að halda mér í æfingu en það er núna bara svo að heilsan skiptir öllu máli og því nauðsynlegt að halda henni við með reglubundni hreyfingu. Mér finnst þessi 50+ mót alveg frábær, hitta gamla félaga, kynnast nýju fólki gefur lífinu gildi. Ég er ákveðinn í því að taka þátt í mótinu á Húsavík á næsta ári og reyna bæta mig frá þessu móti,“ sagði Hugi Harðarson hress í bragði. Íþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Sjá meira
Sundkappinn Hugi Harðarson er einn fjölmargra keppenda á Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem fer nú fram í Vík í Mýrdal. Skagamaðurinn Hugi , sem var á tímabili í hópi sterkustu sundmanna landsins, er að taka þátt í sínu fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+. Hugi, sem verður fimmtugur eftir tvær vikur, tekur að sjálfsögðu þátt í sundi á mótinu og skellti sér að auki líka í kastgreinar. „Ég er gamall ungmennafélagi og tók þátt í nokkrum landsmótum þegar ég var yngri. Þar keppti ég alltaf í sundi en núna langaði mér að breyta til og bæta við nokkrum greinum. Ég var ekkert búinn að æfa kastgreinar fyrir mótið, ætlaði að vísu að gefa mér tíma í það, en það fyrirfórst. Ég er að æfa hins vegar garpasund tvisvar í viku og í hina almennu líkamsrækt,“ sagði Hugi eftir keppnina í gær. Hugi byrjaði að æfa sund sjö ára gamall og hætti um tvítugt að æfa fyrir alvöru. Hans aðalgreinar voru baksund, skriðsund og fjórsund. Hugi átti á tímabili nokkur Íslandsmet. „Maður býr að því núna í dag að hafa æft mikið þegar maður var yngri. Ég reyni hvað ég get til að halda mér í æfingu en það er núna bara svo að heilsan skiptir öllu máli og því nauðsynlegt að halda henni við með reglubundni hreyfingu. Mér finnst þessi 50+ mót alveg frábær, hitta gamla félaga, kynnast nýju fólki gefur lífinu gildi. Ég er ákveðinn í því að taka þátt í mótinu á Húsavík á næsta ári og reyna bæta mig frá þessu móti,“ sagði Hugi Harðarson hress í bragði.
Íþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu