Óheppið dádýr á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2013 08:45 Þegar ekið er á 180 kílómetra hraða á Renault Megane RS á Nürburgring brautinni vilja fáir hitta fyrir hlaupandi dádýr því engin leið er að forða árekstri. Þetta fékk ökumaðurinn í meðfylgjandi myndskeiði að reyna, sér til lítillar gleði. Ekki þarf að efast um afdrif dýrsins og jafnvel fíll hefði ekki staðið af sér slíkan árekstur. Þó það sjáist ekki vel í myndskeiðinu þá hlýtur að hafa sést talsvert á bílnum kraftmikla eftir dádýrið. Ökumaðurinn verður að teljast heppinn að dýrir lenti ekki á framrúðunni, en þá hefði ekki verið að sökum að spyrja á þessum hraða. Rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu en áreksturinn gerist eftir að 23 sekúndur eru liðnar af því. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent
Þegar ekið er á 180 kílómetra hraða á Renault Megane RS á Nürburgring brautinni vilja fáir hitta fyrir hlaupandi dádýr því engin leið er að forða árekstri. Þetta fékk ökumaðurinn í meðfylgjandi myndskeiði að reyna, sér til lítillar gleði. Ekki þarf að efast um afdrif dýrsins og jafnvel fíll hefði ekki staðið af sér slíkan árekstur. Þó það sjáist ekki vel í myndskeiðinu þá hlýtur að hafa sést talsvert á bílnum kraftmikla eftir dádýrið. Ökumaðurinn verður að teljast heppinn að dýrir lenti ekki á framrúðunni, en þá hefði ekki verið að sökum að spyrja á þessum hraða. Rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu en áreksturinn gerist eftir að 23 sekúndur eru liðnar af því.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent