Hamburg Evrópumeistari í fyrsta sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2013 18:08 Hans Lindberg skoraði sex mörk fyrir Hamburg í dag. Nordic Photos / Getty Images Þýska liðið Hamburg varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir að hafa unnið sætan sigur á Barcelona í framlengdum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Köln, 30-29. Hamburg kom öllum að óvörum um helgina með því að leggja Kiel að velli í undanúrslitunum í gær. Kiel var ríkjandi meistari og stefndi að því að vinna þrennuna, annað árið í röð. Liðið hefur áður orðið Evrópumeistari bikarhafa en þetta er í fyrsta sinn sem liðið vinnur Meistaradeildina. Hamburg hafði þrívegis áður komist í undanúrslit en aldrei komist í úrslitaleikinn fyrr en nú. Johannes Bitter átti stórleik í marki Hamburg og varði sautján skot. Hann varði oft á ögurstundu og sá til þess að Barcelona tókst ekki að jafna muninn í lok framlengingarinnar. Hans Lindberg og Michael Kraus skoruðu sex mörk hvor fyrir Hamburg en Siarhei Rutenka átta fyrir Barcelona. Victor Tomas kom næstur með sjö mörk. Jafnræði var með liðunum framan af en Börsungar leiddu þó með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9. Hamburg virtist svo ætla að sigla öruggum sigri í höfn er liðið skoraði fjögur mörk í röð þegar lítið var eftir af leiknum. Barcelona svaraði með fjórum mörkum og var staðan jöfn, 25-25, þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Hans Lindberg lét svo verja frá sér þegar hálf mínúta var eftir og Barcelona hélt í sókn. Liðið fékk aukakast á lokasekúndunum en Bitter varði skot Rutenka. Því þurfti að framlengja leikinn. Hamburg byrjaði betur í framlengingunni og komst tveimur mörkum yfir. En aftur náði Barcelona að svara fyrir sig og hleypa mikilli spennu í lokamínúturnar. Lindberg kom svo Hamburg yfir, 30-29, með marki úr vítakasti og Bitter varði svo úr dauðafæri Börsunga þegar mínúta var eftir. Hamburg fór þó illa að ráði sínu í næstu sókn og Barcelona fékk boltann þegar 40 sekúndur voru eftir. Bitter varði þá aftur úr algjöru dauðafæri en Barcelona náði frákastinu. Daniel Sarmiento tók erfitt skot á lokasekúndunum en skotið fór yfir. Aukakast var dæmt en Rutenka skaut í varnarvegginn. Hamburg fagnaði því sigri í Meistaradeildinni en Börsungar máttu sætta sig við silfrið í þetta sinn. Handbolti Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira
Þýska liðið Hamburg varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir að hafa unnið sætan sigur á Barcelona í framlengdum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Köln, 30-29. Hamburg kom öllum að óvörum um helgina með því að leggja Kiel að velli í undanúrslitunum í gær. Kiel var ríkjandi meistari og stefndi að því að vinna þrennuna, annað árið í röð. Liðið hefur áður orðið Evrópumeistari bikarhafa en þetta er í fyrsta sinn sem liðið vinnur Meistaradeildina. Hamburg hafði þrívegis áður komist í undanúrslit en aldrei komist í úrslitaleikinn fyrr en nú. Johannes Bitter átti stórleik í marki Hamburg og varði sautján skot. Hann varði oft á ögurstundu og sá til þess að Barcelona tókst ekki að jafna muninn í lok framlengingarinnar. Hans Lindberg og Michael Kraus skoruðu sex mörk hvor fyrir Hamburg en Siarhei Rutenka átta fyrir Barcelona. Victor Tomas kom næstur með sjö mörk. Jafnræði var með liðunum framan af en Börsungar leiddu þó með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9. Hamburg virtist svo ætla að sigla öruggum sigri í höfn er liðið skoraði fjögur mörk í röð þegar lítið var eftir af leiknum. Barcelona svaraði með fjórum mörkum og var staðan jöfn, 25-25, þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Hans Lindberg lét svo verja frá sér þegar hálf mínúta var eftir og Barcelona hélt í sókn. Liðið fékk aukakast á lokasekúndunum en Bitter varði skot Rutenka. Því þurfti að framlengja leikinn. Hamburg byrjaði betur í framlengingunni og komst tveimur mörkum yfir. En aftur náði Barcelona að svara fyrir sig og hleypa mikilli spennu í lokamínúturnar. Lindberg kom svo Hamburg yfir, 30-29, með marki úr vítakasti og Bitter varði svo úr dauðafæri Börsunga þegar mínúta var eftir. Hamburg fór þó illa að ráði sínu í næstu sókn og Barcelona fékk boltann þegar 40 sekúndur voru eftir. Bitter varði þá aftur úr algjöru dauðafæri en Barcelona náði frákastinu. Daniel Sarmiento tók erfitt skot á lokasekúndunum en skotið fór yfir. Aukakast var dæmt en Rutenka skaut í varnarvegginn. Hamburg fagnaði því sigri í Meistaradeildinni en Börsungar máttu sætta sig við silfrið í þetta sinn.
Handbolti Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Sjá meira