Sigþór tók þá aukaspyrnu rétt fyrir framan miðlínu vallarins og sendi boltann inn á vítateig Breiðhyltinga. Markús Vilhjálmsson, markvörður KB, misreiknaði boltann sem skoppaði yfir hann og hafnaði í netinu.
Stál-Úlfur gekk á lagið og vann 3-1 sigur. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem Stál-Úlfur fær mark á silfurfati frá markverði andstæðinganna. Hitt markið má sjá hér.