Pálína María Gunnlaugsdóttir hefur samið við körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun hún leika með félaginu í Dominos deild kvenna á næstu leiktíð.
Í frétta tilkynningu sem stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sendi frá sér í gærkvöldi segir að félagið sé stolt af því að það hafi tryggt sér eftirsóttasta leikmanninn á markaðnum í íslenskum kvennakörfubolta.
Pálína gerir tveggja ára samning við Grindavík en þar hittir hún fyrir Jón Halldór Eðvaldsson, nýráðinn þjálfara Grindavíkur, sem þjálfaði hana á sínum tíma hjá Keflavík.
