GIF Sundsvall lenti undir í leik liðsins gegn Falkenberg í kvöld en vann að lokum góðan sigur í toppbaráttu sænsku B-deildarinnar.
Ari Freyr Skúlason jafnaði metin fyrir Sundsvall á 66. mínútu en fimm mínútum síðar kom sigurmark liðsins.
Ari Freyr spilaði allan leikinn í liði Sundsvall en Jón Guðni Fjóluson var ekki í hópi liðsins í dag.
Bæði lið eru með 23 stig í 2.-3. sæti deildarinnar en Örebro er á toppnum með 26 stig.
