Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2013 18:45 Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. Ráðning hans er liður í því að koma á fót öflugu íslensku olíuleitarfélagi, sem starfi á alþjóðlegum olíusvæðum. Terje Hagevang stýrði áður norska olíuleitarfélaginu Sagex, og eftir sameiningu þess við breska félagið Valiant, varð hann leitarstjóri Valiant og forstjóri þess í Noregi. Hann er talinn manna fróðastur um Jan Mayen-svæðið, og þar með Drekann, rannsakaði það fyrst fyrir 35 árum og var lengi ráðgjafi bæði norskra og íslenskra stjórnvalda. Fyrir fimm árum lýsti hann því mati sínu að Jan Mayen-svæðið gæti verið álíka verðmætt og Noregshaf, eitt helsta olíusvæði heims, og hefur nýtt auðlindamat sem Olíustofnun Noregs birti í haust styrkt trú manna um miklar auðlindir svæðisins. Terje Hagevang hefur ítrekað lýst þeirri sannfæringu sinni að Íslendingar verði olíuþjóð og í viðtali í Klinkinu í vetur spáði hann því að fyrsti borpallurinn kæmi á Jan Mayen-svæðið eftir fjögur til fimm ár. Eftir að kanadíska félagið Ithaca yfirtók Valiant í vor ákvað hann að láta af störfum og hefur hann nú verið ráðinn til íslenska félagsins Eykons Energy. Um ástæður þess segir Terje í samtali við Stöð 2 að Drekasvæðið sé spennandi framtíð en einnig hafi Eykon möguleika til að vaxa út fyrir það svæði, eins og til Noregs og Bretlandseyja, líkt og gerst hafi með færeysku félögin Atlantic Petroleum og Faroe Petroleum. Raunar herma heimildir fréttastofu að ráðning Terje Hagevang sé einmitt liður í stórum áformum, að sameina félögin Eykon og Kolvetni, og mynda stórt íslenskt olíuleitarfélag sem hafi ekki aðeins burði til að taka þátt í olíuleit af krafti í íslenskri lögsögu heldur einnig á hafsvæðum utan Íslands. Klinkið Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. Ráðning hans er liður í því að koma á fót öflugu íslensku olíuleitarfélagi, sem starfi á alþjóðlegum olíusvæðum. Terje Hagevang stýrði áður norska olíuleitarfélaginu Sagex, og eftir sameiningu þess við breska félagið Valiant, varð hann leitarstjóri Valiant og forstjóri þess í Noregi. Hann er talinn manna fróðastur um Jan Mayen-svæðið, og þar með Drekann, rannsakaði það fyrst fyrir 35 árum og var lengi ráðgjafi bæði norskra og íslenskra stjórnvalda. Fyrir fimm árum lýsti hann því mati sínu að Jan Mayen-svæðið gæti verið álíka verðmætt og Noregshaf, eitt helsta olíusvæði heims, og hefur nýtt auðlindamat sem Olíustofnun Noregs birti í haust styrkt trú manna um miklar auðlindir svæðisins. Terje Hagevang hefur ítrekað lýst þeirri sannfæringu sinni að Íslendingar verði olíuþjóð og í viðtali í Klinkinu í vetur spáði hann því að fyrsti borpallurinn kæmi á Jan Mayen-svæðið eftir fjögur til fimm ár. Eftir að kanadíska félagið Ithaca yfirtók Valiant í vor ákvað hann að láta af störfum og hefur hann nú verið ráðinn til íslenska félagsins Eykons Energy. Um ástæður þess segir Terje í samtali við Stöð 2 að Drekasvæðið sé spennandi framtíð en einnig hafi Eykon möguleika til að vaxa út fyrir það svæði, eins og til Noregs og Bretlandseyja, líkt og gerst hafi með færeysku félögin Atlantic Petroleum og Faroe Petroleum. Raunar herma heimildir fréttastofu að ráðning Terje Hagevang sé einmitt liður í stórum áformum, að sameina félögin Eykon og Kolvetni, og mynda stórt íslenskt olíuleitarfélag sem hafi ekki aðeins burði til að taka þátt í olíuleit af krafti í íslenskri lögsögu heldur einnig á hafsvæðum utan Íslands.
Klinkið Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30
Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42
Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00