Hlaðborðin og næturlífið skiluðu íslensku silfri á HM í Los Angeles Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2013 11:30 Bolli (lengst til vinstri) á verðlaunapalli í Los Angeles. Bolli Thoroddsen vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti í hvítabeltisflokki í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles á dögunum. „Ég hef aldrei verið þekktur fyrir íþróttaafrek, er að skríða yfir þrítugt, og vikuna áður var ég í skemmtiferð með vinum mínum í Las Vegas þar sem farið var á stór hlaðborð á morgnana, hangið við sundalaugarbakkann á daginn og næturlífið skannað á næturnar," segir Bolli á léttu nótunum. Bolli hefur búið í Tókýó undanfarin ár þar sem hann stundar nám og starfar. Hann keppti á heimsmeistaramótinu með liði sínu Triforce frá Tókýó en þátttendur á mótinu eru á annað þúsund. Þá fylgjast mörg þúsund áhorfendur með gangi mála. Bolli keppi í 82-88 kg flokki og vill leggja áherslu á að hvíta beltið er fyrsta gráðan í íþróttinni. Bolli á góðri stundu með félögum sínum í Japan. „Ég hef æft íþróttina í eitt ár en áður hafði ég æft aðrar sjálfsvarnaríþróttir þ.m.t. hefðbundið jiu jitsu og kick box," segir Bolli. Hann kynntist brasilísku jiu jitsu í Mjölni. „Ég fór að æfa þessu tilteknu íþrótt vegna aðdáunar á Gunnari Nelson," segir Bolli sem kíkti á æfingu með vini sínum, Hreiðari Hermannssyni, fyrir ári. Bolli ætlaði einmitt að sjá Gunnar í UFC-bardaga í Las Vegas í lok maí. „Eins og alþjóð veit þá meiddist Gunnar því miður en við ákváðum að fara til Vegas engu að síður. Í ljós kom að viku síðar var heimsmeistaramótið í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles og þá var ekki aftur snúið," segir Bolli. En ætli vika í Vegas hafi verið góður undirbúningur fyrir keppni á heimsmeistaramóti? Bolli ásamt vinum sínum í Las Vegas. „Þetta var ekki beinlínis kjörundirbúningur og segir líklega eitthvað um styrkleika hvítabeltisflokksins. Þó má segja að „æfingabúðirnar" í Vegas hafi skilað mér andlega hressum og kátum inn í keppnina," segir Bolli. Hann hvetur alla til þess að reyna fyrir sér í íþróttinni hjá félögum sínum í Mjölni. „Það er hægt að komast í gott form og ná árangri á alþjóðavettvangi á einungis ári, jafnvel fyrir meðaljón í íþróttum skrifstofublók eins og mig." Íþróttir Tengdar fréttir Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðamönnum UFC Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðarmönnum UFC ef marka má umfjöllun eins stærsta íþróttavef heims, bleacherreport.com. Þar tekur vefurinn fyrir þá tuttugu bardagaíþróttamenn sem UFC-deildin eigi að veðja á í framtíðinni. 8. maí 2013 16:21 Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00 Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi Sjá meira
Bolli Thoroddsen vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti í hvítabeltisflokki í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles á dögunum. „Ég hef aldrei verið þekktur fyrir íþróttaafrek, er að skríða yfir þrítugt, og vikuna áður var ég í skemmtiferð með vinum mínum í Las Vegas þar sem farið var á stór hlaðborð á morgnana, hangið við sundalaugarbakkann á daginn og næturlífið skannað á næturnar," segir Bolli á léttu nótunum. Bolli hefur búið í Tókýó undanfarin ár þar sem hann stundar nám og starfar. Hann keppti á heimsmeistaramótinu með liði sínu Triforce frá Tókýó en þátttendur á mótinu eru á annað þúsund. Þá fylgjast mörg þúsund áhorfendur með gangi mála. Bolli keppi í 82-88 kg flokki og vill leggja áherslu á að hvíta beltið er fyrsta gráðan í íþróttinni. Bolli á góðri stundu með félögum sínum í Japan. „Ég hef æft íþróttina í eitt ár en áður hafði ég æft aðrar sjálfsvarnaríþróttir þ.m.t. hefðbundið jiu jitsu og kick box," segir Bolli. Hann kynntist brasilísku jiu jitsu í Mjölni. „Ég fór að æfa þessu tilteknu íþrótt vegna aðdáunar á Gunnari Nelson," segir Bolli sem kíkti á æfingu með vini sínum, Hreiðari Hermannssyni, fyrir ári. Bolli ætlaði einmitt að sjá Gunnar í UFC-bardaga í Las Vegas í lok maí. „Eins og alþjóð veit þá meiddist Gunnar því miður en við ákváðum að fara til Vegas engu að síður. Í ljós kom að viku síðar var heimsmeistaramótið í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles og þá var ekki aftur snúið," segir Bolli. En ætli vika í Vegas hafi verið góður undirbúningur fyrir keppni á heimsmeistaramóti? Bolli ásamt vinum sínum í Las Vegas. „Þetta var ekki beinlínis kjörundirbúningur og segir líklega eitthvað um styrkleika hvítabeltisflokksins. Þó má segja að „æfingabúðirnar" í Vegas hafi skilað mér andlega hressum og kátum inn í keppnina," segir Bolli. Hann hvetur alla til þess að reyna fyrir sér í íþróttinni hjá félögum sínum í Mjölni. „Það er hægt að komast í gott form og ná árangri á alþjóðavettvangi á einungis ári, jafnvel fyrir meðaljón í íþróttum skrifstofublók eins og mig."
Íþróttir Tengdar fréttir Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðamönnum UFC Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðarmönnum UFC ef marka má umfjöllun eins stærsta íþróttavef heims, bleacherreport.com. Þar tekur vefurinn fyrir þá tuttugu bardagaíþróttamenn sem UFC-deildin eigi að veðja á í framtíðinni. 8. maí 2013 16:21 Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00 Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi Sjá meira
Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðamönnum UFC Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðarmönnum UFC ef marka má umfjöllun eins stærsta íþróttavef heims, bleacherreport.com. Þar tekur vefurinn fyrir þá tuttugu bardagaíþróttamenn sem UFC-deildin eigi að veðja á í framtíðinni. 8. maí 2013 16:21
Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00