Rafmagnsstrætóar í Genf hlaða á 15 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2013 12:30 Víða í borgum Evrópu ganga strætóar fyrir rafmagni. Það hefur þó hingað til krafist raflínukerfa fyrir ofan vagnana sem krefjast þess að þeir fari alltaf sömu leiðina og breyting á leiðakerfi því torveld. Auk þess eru þessar raflínur ekki til prýði. Nú hefur svissneska fyrirtækið ABB fundið lausn sem sneiðir hjá þessum ókostum. Strætisvagnar í Genf fá nú öfluga rafhleðslu, svokallaða "flash charging", í hvert sinn sem þeir stöðva á stoppustöðvum sínum og tekur hver hleðsla ekki nema 15 sekúndur, sem dugar ávallt að næstu stoppustöð. Að leiðarenda fá þeir hinsvegar hleðslu í 4 mínútur sem fullhlaða rafhlöður þeirra. Þessir strætisvagnar eru ekki af smærri gerðinni heldur taka allt að 135 farþega. Þessi tækni getur gerbreytt almenningssamgöngu í borgum og veitir mikið frjálsræði í uppsetningu leiðarkerfa, er eins umhverfisvæn og kostur er og mun að auki fríkka ásýnd borganna. Auk þess eru þessir strætisvagnar hljóðlausir og veitir ekki af í stöðugum nið margra stórborganna. Það væri ekki ónýtt að nýta þessa tækni fyrir strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins hér og spara mikinn gjaldeyri í leiðinni sem fer til eldsneytiskaupa. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent
Víða í borgum Evrópu ganga strætóar fyrir rafmagni. Það hefur þó hingað til krafist raflínukerfa fyrir ofan vagnana sem krefjast þess að þeir fari alltaf sömu leiðina og breyting á leiðakerfi því torveld. Auk þess eru þessar raflínur ekki til prýði. Nú hefur svissneska fyrirtækið ABB fundið lausn sem sneiðir hjá þessum ókostum. Strætisvagnar í Genf fá nú öfluga rafhleðslu, svokallaða "flash charging", í hvert sinn sem þeir stöðva á stoppustöðvum sínum og tekur hver hleðsla ekki nema 15 sekúndur, sem dugar ávallt að næstu stoppustöð. Að leiðarenda fá þeir hinsvegar hleðslu í 4 mínútur sem fullhlaða rafhlöður þeirra. Þessir strætisvagnar eru ekki af smærri gerðinni heldur taka allt að 135 farþega. Þessi tækni getur gerbreytt almenningssamgöngu í borgum og veitir mikið frjálsræði í uppsetningu leiðarkerfa, er eins umhverfisvæn og kostur er og mun að auki fríkka ásýnd borganna. Auk þess eru þessir strætisvagnar hljóðlausir og veitir ekki af í stöðugum nið margra stórborganna. Það væri ekki ónýtt að nýta þessa tækni fyrir strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins hér og spara mikinn gjaldeyri í leiðinni sem fer til eldsneytiskaupa.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent