Körfuknattleiksmaðurinn, Darrell Flake, hefur gengið til liðs við Tindastól og verður því í baráttunni í 1. deildinni næsta vetur.
Leikmaðurinn hefur verið á landinu í ellefu ár og leikið með fjöldann allan af félögum hér á landi.
Fyrst lék Flake með KR og eftir það var hann á mála hjá Skallagrími, Fjölni, Breiðabliki, Grindavík og nú síðast hjá Þór Þorlákshöfn.
Stólarnir féllu úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og mun Flake án efa styrkja lið Tindastóls mikið. Þeir ætla sér greinilega aftur í deild þeirra bestu á ný.

