Benz nær hraðameti rafmagnsbíla á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2013 13:30 Heiðgulur, öflugur og gengur aðeins fyrir rafmagni Þeir streyma út ofurbílarnir sem eingöngu eru rafdrifnir og þar er ekki síður mikil keppni um þann hraðskreiðasta en meðal venjulegra bíla. Mercedes Benz SLS AMG Coupé Electric Drive ók Nürburgring brautina hraðast allra rafdrifinna bíla og komst undir 8 mínúturnar, sem aðeins ofurbílar ná. Timi hans var 7:56,234 og með því sló hann við Audi R8 e-tron rafbílnum sem átti metið fram að því. Að vísu er einn rafdrifinn bíll sem farið hefur brautina á skemmri tíma, Toyota Motorsport EV P002, en sá bíll er ekki fjöldaframleiddur né boðinn almenningi heldur einungis smíðaður fyrir keppnisbrautaakstur. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá allan akstur Benz rafmagnsbílsins á brautinni, frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu og í því sést bæði hraðamælir, mælir sem sýnir rafmagnsnotkunina og staðsetning bílsins í brautinni. Bíllinn nær oftar en einu sinni 250 km hraða og athyglivert er að sjá hann fara sumar beygjurnar á öðru hundraðinu. Mercedes Benz SLS AMG Coupé Electric Drive er ekki ódýr bíll en í hann má krækja fyrir um 70 milljónir króna. Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent
Þeir streyma út ofurbílarnir sem eingöngu eru rafdrifnir og þar er ekki síður mikil keppni um þann hraðskreiðasta en meðal venjulegra bíla. Mercedes Benz SLS AMG Coupé Electric Drive ók Nürburgring brautina hraðast allra rafdrifinna bíla og komst undir 8 mínúturnar, sem aðeins ofurbílar ná. Timi hans var 7:56,234 og með því sló hann við Audi R8 e-tron rafbílnum sem átti metið fram að því. Að vísu er einn rafdrifinn bíll sem farið hefur brautina á skemmri tíma, Toyota Motorsport EV P002, en sá bíll er ekki fjöldaframleiddur né boðinn almenningi heldur einungis smíðaður fyrir keppnisbrautaakstur. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá allan akstur Benz rafmagnsbílsins á brautinni, frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu og í því sést bæði hraðamælir, mælir sem sýnir rafmagnsnotkunina og staðsetning bílsins í brautinni. Bíllinn nær oftar en einu sinni 250 km hraða og athyglivert er að sjá hann fara sumar beygjurnar á öðru hundraðinu. Mercedes Benz SLS AMG Coupé Electric Drive er ekki ódýr bíll en í hann má krækja fyrir um 70 milljónir króna.
Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent