Ætla að leggja Landsdóm niður Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2013 18:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ríkisstjórnin muni setja af stað vinnu til að breyta lögum og leggja Landsdóm niður. Hann segir þau viðbrögð eðlileg eftir ályktun Evrópuráðsþingsins frá því í gær. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær ályktun þar sem þeim tilmælum er m.a beint til aðildarríkja Evrópuráðsins að ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða háttsemi með sama hætti og óbreyttir borgarar, þ.e fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar sem verk eru lögð í endanlegan dóm kjósenda. Ályktunin er byggð á skýrslu hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt, en í henni var fjallað mikið um Landsdómsréttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríkisstjórnin muni bregðast við þessari ályktun með skýrum hætti. „Þetta er í raun og veru áfellisdómur yfir þeirri málsmeðferð sem að Geir H. Haarde þurfti að þola hérna á Íslandi og þetta hlýtur að vera okkur tilefni til þess að taka landsdómslögin til endurskoðunar,“ segir Bjarni.Verður ráðist í þær breytingar strax á þessu kjörtímabili? „Mér finnst það svo mikilvæg réttarbót hjá okkur að það megi ekki bíða. Mér fannst ekki rétt að þeir sem vildu beita lögunum ættu forgöngu um að taka þau til endurskoðunar, þ.e fyrrverandi ríkisstjórn, en mér finnst rétt að setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“ Til að leggja Landsdóm niður þarf að breyta stjórnarskránni, enda er kveðið á um hann í 14. gr. hennar. Fyrst um sinn verður lögum um landsdóm breytt. Ef breyta á stjórnarskránni þarf að boða til kosninga í kjölfarið og af þeim sökum er ávallt ráðist í stjórnarskrárbreytingar í lok kjörtímabils, skömmu fyrir kosningar. Bjarni Benediktsson segir að draga verði lærdóm af Landsómsmálinu og fylgja ályktun Evrópuráðsþingsins. „Menn eru að benda á að svona málsmeðferð gangi ekki upp og að stjórnmálamenn eigi fyrst og fremst að sæta pólitískri ábyrgð í kosningum, en ekki að þola pólitískar ákærur frá þjóðþingum. Þess vegna eigum við að hlusta eftir því sem þarna er verið að segja, draga lærdóm af þeim mistökum sem ég tel að hafi verið gerð og breyta lögunum til frambúðar,“ segir Bjarni. Landsdómur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52 Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum Evrópuráðsþingið staðfesti í gær ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 29. júní 2013 00:01 Harma pólitísk réttarhöld Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 28. júní 2013 19:09 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ríkisstjórnin muni setja af stað vinnu til að breyta lögum og leggja Landsdóm niður. Hann segir þau viðbrögð eðlileg eftir ályktun Evrópuráðsþingsins frá því í gær. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær ályktun þar sem þeim tilmælum er m.a beint til aðildarríkja Evrópuráðsins að ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða háttsemi með sama hætti og óbreyttir borgarar, þ.e fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar sem verk eru lögð í endanlegan dóm kjósenda. Ályktunin er byggð á skýrslu hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt, en í henni var fjallað mikið um Landsdómsréttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríkisstjórnin muni bregðast við þessari ályktun með skýrum hætti. „Þetta er í raun og veru áfellisdómur yfir þeirri málsmeðferð sem að Geir H. Haarde þurfti að þola hérna á Íslandi og þetta hlýtur að vera okkur tilefni til þess að taka landsdómslögin til endurskoðunar,“ segir Bjarni.Verður ráðist í þær breytingar strax á þessu kjörtímabili? „Mér finnst það svo mikilvæg réttarbót hjá okkur að það megi ekki bíða. Mér fannst ekki rétt að þeir sem vildu beita lögunum ættu forgöngu um að taka þau til endurskoðunar, þ.e fyrrverandi ríkisstjórn, en mér finnst rétt að setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“ Til að leggja Landsdóm niður þarf að breyta stjórnarskránni, enda er kveðið á um hann í 14. gr. hennar. Fyrst um sinn verður lögum um landsdóm breytt. Ef breyta á stjórnarskránni þarf að boða til kosninga í kjölfarið og af þeim sökum er ávallt ráðist í stjórnarskrárbreytingar í lok kjörtímabils, skömmu fyrir kosningar. Bjarni Benediktsson segir að draga verði lærdóm af Landsómsmálinu og fylgja ályktun Evrópuráðsþingsins. „Menn eru að benda á að svona málsmeðferð gangi ekki upp og að stjórnmálamenn eigi fyrst og fremst að sæta pólitískri ábyrgð í kosningum, en ekki að þola pólitískar ákærur frá þjóðþingum. Þess vegna eigum við að hlusta eftir því sem þarna er verið að segja, draga lærdóm af þeim mistökum sem ég tel að hafi verið gerð og breyta lögunum til frambúðar,“ segir Bjarni.
Landsdómur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52 Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum Evrópuráðsþingið staðfesti í gær ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 29. júní 2013 00:01 Harma pólitísk réttarhöld Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 28. júní 2013 19:09 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10
Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52
Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum Evrópuráðsþingið staðfesti í gær ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar. Tilefnið er meðal annars Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 29. júní 2013 00:01
Harma pólitísk réttarhöld Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. 28. júní 2013 19:09