Loga og Lilju gert að grenna sig Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. júní 2013 14:33 Carrie Fisher (t.v.) er 56 ára og Mark Hamill er 61 árs. samsett mynd/getty Undirbúningur sjöundu Stjörnustríðsmyndarinnar stendur sem hæst og nú hafa stjörnur upprunalegu myndanna, þau Carrie Fisher og Mark Hamill, verið sendar í megrun. Tökur myndarinnar hefjast í upphafi næsta árs og þegar hefur verið tilkynnt að hin 56 ára gamla Fisher og hinn 61 árs gamli Hamill snúi aftur í hlutverkum sínum, sem og hinn sjötugi Harrison Ford. „Mark og Carrie þurfa að vera eins lík sjálfum sér fyrir þrjátíu árum og mögulegt er,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni. Eru fyrirtækin Disney og LucasFilm sögð setja umtalsverða fjármuni í næringarfræðinga og einkaþjálfara fyrir leikarana, en þeir fara sem fyrr með hlutverk Loga geimgengils og Lilju prinsessu. Harrison Ford hefur ekki verið sendur í sérstaka þjálfun og segir kvikmyndavefur Yahoo! að um ástæður þess sé ekki vitað. Annað hvort þurfi þess ekki eða þá að Disney hafi ekki fundið neinn nægilega hugrakkann til þess að takast á við hinn skapmikla Ford.Fisher og Hamill léku í Stjörnustríðsmyndunum á árunum 1977 til 1983. Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Undirbúningur sjöundu Stjörnustríðsmyndarinnar stendur sem hæst og nú hafa stjörnur upprunalegu myndanna, þau Carrie Fisher og Mark Hamill, verið sendar í megrun. Tökur myndarinnar hefjast í upphafi næsta árs og þegar hefur verið tilkynnt að hin 56 ára gamla Fisher og hinn 61 árs gamli Hamill snúi aftur í hlutverkum sínum, sem og hinn sjötugi Harrison Ford. „Mark og Carrie þurfa að vera eins lík sjálfum sér fyrir þrjátíu árum og mögulegt er,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni. Eru fyrirtækin Disney og LucasFilm sögð setja umtalsverða fjármuni í næringarfræðinga og einkaþjálfara fyrir leikarana, en þeir fara sem fyrr með hlutverk Loga geimgengils og Lilju prinsessu. Harrison Ford hefur ekki verið sendur í sérstaka þjálfun og segir kvikmyndavefur Yahoo! að um ástæður þess sé ekki vitað. Annað hvort þurfi þess ekki eða þá að Disney hafi ekki fundið neinn nægilega hugrakkann til þess að takast á við hinn skapmikla Ford.Fisher og Hamill léku í Stjörnustríðsmyndunum á árunum 1977 til 1983.
Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira