Mest seldu bílar í BNA eftir fylkjum Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2013 10:45 Mest seldu bílar í hverju fylki Bandaríkjanna nú Fyrir stuttu var greint hér frá því að Ford F-150 pallbíllinn væri orðinn söluhæsti bíll í Bandaríkjunum og hefði slegið við Toyota Camry. Það er þó mjög misskipt á milli fylkjanna, enda alkunna að mikill menningar- og smekkmunur er á fólki milli þeirra og misjafn landslagið. Hér má sjá greinargott kort af bílalandinu þar sem sést hvaða bílar eru vinsælastir í hverju fylki fyrir sig. Ekki kemur mikið á óvart að í miðríkjunum og nyrðri ríkjum BNA, auk Alaska, ræður pallbíllinn ríkjum en smekkur fólks er annar nær Atlantshafinu og Kyrrahafinu, en þar skín stjarna Camry aðdáenda hvað skærast. Í Kaliforníu er hinsvegar Toyota Prius söluhæsti bíllinn, enda umhverfisvitund Kaliforníubúa viðbrugðið. Aðdáun íbúa ýmissa fylkja New England á Honda Accord kemur honum í fyrsta sætið þar og Honda CRV trónir hæstur í ýmsum öðrum hlutum NV-fylkjanna. Subaru Outback á sýna tryggu aðdáendur í Washingtonfylki nyrst á vesturströndinni, sem og í New Hamshire. Nissan Altima á svo sviðið í Nevada og Oklahoma. Chevrolet Silverado er söluhæstur í Maine, Ford Escape í Michigan og Toyota Tacoma pallbíllinn er vinsælastur á sólríkum eyjum Hawaii, enda þar víða um torfæra vegi að fara milli eldfjalla, líkt og hérlendis. Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent
Fyrir stuttu var greint hér frá því að Ford F-150 pallbíllinn væri orðinn söluhæsti bíll í Bandaríkjunum og hefði slegið við Toyota Camry. Það er þó mjög misskipt á milli fylkjanna, enda alkunna að mikill menningar- og smekkmunur er á fólki milli þeirra og misjafn landslagið. Hér má sjá greinargott kort af bílalandinu þar sem sést hvaða bílar eru vinsælastir í hverju fylki fyrir sig. Ekki kemur mikið á óvart að í miðríkjunum og nyrðri ríkjum BNA, auk Alaska, ræður pallbíllinn ríkjum en smekkur fólks er annar nær Atlantshafinu og Kyrrahafinu, en þar skín stjarna Camry aðdáenda hvað skærast. Í Kaliforníu er hinsvegar Toyota Prius söluhæsti bíllinn, enda umhverfisvitund Kaliforníubúa viðbrugðið. Aðdáun íbúa ýmissa fylkja New England á Honda Accord kemur honum í fyrsta sætið þar og Honda CRV trónir hæstur í ýmsum öðrum hlutum NV-fylkjanna. Subaru Outback á sýna tryggu aðdáendur í Washingtonfylki nyrst á vesturströndinni, sem og í New Hamshire. Nissan Altima á svo sviðið í Nevada og Oklahoma. Chevrolet Silverado er söluhæstur í Maine, Ford Escape í Michigan og Toyota Tacoma pallbíllinn er vinsælastur á sólríkum eyjum Hawaii, enda þar víða um torfæra vegi að fara milli eldfjalla, líkt og hérlendis.
Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent