Mark Webber hættir í Formúlu 1 27. júní 2013 10:15 Webber ætlar að hætta. Ástralinn Mark Webber hefur nú tilkynnt að hann muni hverfa frá Formúlu 1 í lok þessa tímabils og ganga til liðs við Porsche sem ætla sér stóra hluti í götubílaflokki. Mark Webber hefur undanfarin ár ekið fyrir Red Bull en þurft að sætta sig við Sebastian Vettel sem liðsfélaga. Vettel hefur unnið þrjá heimsmeistaratitla á síðustu þremur árum og er nú efstur í stigamótinu fjórða árið í röð. Þá hefur samband þeirra félaga verið stirt allar götur síðan þeir óku á hvorn annan í tyrkneska kappakstrinum 2010. Þar kenndu þeir hvor öðrum um og ekki bætti það samband þeirra þegar Vettel hundsaði skipanir liðsins og barðist við Webber um fyrsta sætið í Malasíu fyrr í ár, með góðum árangri. Undanfarin ár hafa sögusagnir jafnframt flogið hátt um að liðið myndi láta Webber fara. Undanfarnar vikur hefur Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus, oftast verið nefndur sem eftirmaður Webbers og þykir hann líklegastur. Aðrir sem gætu fengið sénsinnn eru Jean Eric Vergne eða Daniel Ricciardo, ökumenn systurliðs Red Bull Toro Rosso. Báðir hafa staðið sig mjög vel í Formúlu 1. Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ástralinn Mark Webber hefur nú tilkynnt að hann muni hverfa frá Formúlu 1 í lok þessa tímabils og ganga til liðs við Porsche sem ætla sér stóra hluti í götubílaflokki. Mark Webber hefur undanfarin ár ekið fyrir Red Bull en þurft að sætta sig við Sebastian Vettel sem liðsfélaga. Vettel hefur unnið þrjá heimsmeistaratitla á síðustu þremur árum og er nú efstur í stigamótinu fjórða árið í röð. Þá hefur samband þeirra félaga verið stirt allar götur síðan þeir óku á hvorn annan í tyrkneska kappakstrinum 2010. Þar kenndu þeir hvor öðrum um og ekki bætti það samband þeirra þegar Vettel hundsaði skipanir liðsins og barðist við Webber um fyrsta sætið í Malasíu fyrr í ár, með góðum árangri. Undanfarin ár hafa sögusagnir jafnframt flogið hátt um að liðið myndi láta Webber fara. Undanfarnar vikur hefur Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus, oftast verið nefndur sem eftirmaður Webbers og þykir hann líklegastur. Aðrir sem gætu fengið sénsinnn eru Jean Eric Vergne eða Daniel Ricciardo, ökumenn systurliðs Red Bull Toro Rosso. Báðir hafa staðið sig mjög vel í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira