Harðákveðinn ökumaður Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2013 08:45 Ákveðni ökumanna er misjöfn og fátt stöðvar suma. Líklega myndu flestir ökumenn stöðva för eftir fyrsta árekstur, en aðrir ekki eftir þrjá. Í þessu myndskeiði sést ökumaður Vespu einnar í Kína aka fyrst á sendibíl og með farþega aftaná. Báðir kastast þeir af hjólinu en ökumaðurinn rífur upp hjólið og ekur beint á næsta bíl. Aftur dettur hann, en stígur upp og leggur hratt af stað og endar beint framan á vöruflutningabíl af miklum þunga. Það dugar honum ekki, heldur er brátt lagt aftur af stað út í opinn dauðan, sem endar reyndar þremur metrum síðar er hann og Vespan enda ofan í djúpu ræsi og hverfa sýnum. Það toppar kannski sjálfseyðingarhvöt mannsins að hann var ekki með hjálm. Engu að síður slapp hann víst með minniháttar meiðsl. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður
Ákveðni ökumanna er misjöfn og fátt stöðvar suma. Líklega myndu flestir ökumenn stöðva för eftir fyrsta árekstur, en aðrir ekki eftir þrjá. Í þessu myndskeiði sést ökumaður Vespu einnar í Kína aka fyrst á sendibíl og með farþega aftaná. Báðir kastast þeir af hjólinu en ökumaðurinn rífur upp hjólið og ekur beint á næsta bíl. Aftur dettur hann, en stígur upp og leggur hratt af stað og endar beint framan á vöruflutningabíl af miklum þunga. Það dugar honum ekki, heldur er brátt lagt aftur af stað út í opinn dauðan, sem endar reyndar þremur metrum síðar er hann og Vespan enda ofan í djúpu ræsi og hverfa sýnum. Það toppar kannski sjálfseyðingarhvöt mannsins að hann var ekki með hjálm. Engu að síður slapp hann víst með minniháttar meiðsl.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður