Nadal féll úr leik á fyrsta degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2013 20:40 Steve Darcis fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal, einn besti tenniskappi heims, féll afar óvænt úr leik strax á fyrsta keppnisdegi Wimbledon-mótsins í tennis. Nadal mætti Belganum Steve Darcis, sem er í 135. sæti heimslistans, og tapaði með þremur settum gegn engu, 7-6, 7-6 og 6-4. Nadal féll reyndar úr leik í annarri umferð Wimbledon-mótsins í fyrra en leikurinn í dag var fyrsti leikur Nadal á grasi síðan í fyrra. Eftir Wimbledon-mótið í fyrra dró Nadal sig í hlé í sjö mánuði vegna þrálátra hnémeiðsla. Síðan hann byrjaði aftur fyrr á þessu ári hefur honum gengið vonum framar en Nadal sigraði á Opna franska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. „Það er erfitt að tapa í fyrstu umferð en lífið heldur áfram,“ sagði Nadal í dag. „Ég vil óska Steve Darcis til hamingju. Hann spilaði frábærlega. Það þýðir ekkert að tala um hnéð enda er það bara afsökun. Ég nota ekki afsakanir.“ Nadal lét spurningar blaðamanna um hnémeiðslin fara í taugarnar á sér og þverneitaði að tala um meiðslin. Roger Federer og Andy Murray komust báðir áfram í dag eftir auðvelda sigra en meðal þeirra sem féllu úr leik ásamt Nadal í dag eru þeir Stanislas Wawrinka, Janko Tipsarevic og Fabio Fognini. Wawrinka tapaði fyrir Ástralanum Lleyton Hewitt sem var eitt sinn í efsta sæti heimslistans en er í dag í 70. sæti. Óvæntustu úrslitin í einliðaleik kvenna var tap Söru Errani frá Ítalíu en hún tapaði fyrir Monicu Puig frá Púertó Ríkó. Tennis Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektins hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Sjá meira
Rafael Nadal, einn besti tenniskappi heims, féll afar óvænt úr leik strax á fyrsta keppnisdegi Wimbledon-mótsins í tennis. Nadal mætti Belganum Steve Darcis, sem er í 135. sæti heimslistans, og tapaði með þremur settum gegn engu, 7-6, 7-6 og 6-4. Nadal féll reyndar úr leik í annarri umferð Wimbledon-mótsins í fyrra en leikurinn í dag var fyrsti leikur Nadal á grasi síðan í fyrra. Eftir Wimbledon-mótið í fyrra dró Nadal sig í hlé í sjö mánuði vegna þrálátra hnémeiðsla. Síðan hann byrjaði aftur fyrr á þessu ári hefur honum gengið vonum framar en Nadal sigraði á Opna franska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. „Það er erfitt að tapa í fyrstu umferð en lífið heldur áfram,“ sagði Nadal í dag. „Ég vil óska Steve Darcis til hamingju. Hann spilaði frábærlega. Það þýðir ekkert að tala um hnéð enda er það bara afsökun. Ég nota ekki afsakanir.“ Nadal lét spurningar blaðamanna um hnémeiðslin fara í taugarnar á sér og þverneitaði að tala um meiðslin. Roger Federer og Andy Murray komust báðir áfram í dag eftir auðvelda sigra en meðal þeirra sem féllu úr leik ásamt Nadal í dag eru þeir Stanislas Wawrinka, Janko Tipsarevic og Fabio Fognini. Wawrinka tapaði fyrir Ástralanum Lleyton Hewitt sem var eitt sinn í efsta sæti heimslistans en er í dag í 70. sæti. Óvæntustu úrslitin í einliðaleik kvenna var tap Söru Errani frá Ítalíu en hún tapaði fyrir Monicu Puig frá Púertó Ríkó.
Tennis Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektins hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Sjá meira