Fæðist loks nýr Audi Quattro Coupe? Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2013 14:45 Þegar þessi nýja tilraunaútfærsla hins fræga Qauttro bíls Audi var sýnd á bílasýningunni í París árið 2010 var það aðeins gert til að minnast þess að 30 ár voru liðin frá komu hans fyrst. En samkvæmt fréttum frá þýska bílablaðinu Autozeitung mun þessi bíll fara í framleiðslu og verða sýndur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í september næstkomandi. Ennfremur segir blaðið frá því að Audi hafi horfið frá 2,5 lítra forþjöppuvélinni sem var í sýningarbílnum í V8 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 650 hestöflum. Það er með ólíkindum öflug vél og slær með því vélina út sem er í flaggskipi þeirra, Audi R8 bílnum og kæmi slíkt á óvart. Í grunninn er þetta sama vél og fæst í S7 og S8 bílunum, en talsvert meira kreist útúr henni fyrir Quattro Coupe bílinn. Bíllinn verður byggður úr eins léttum efnum og Audi gefst kostur á og verður verði hans haldið rétt fyrir neðan verð Audi R8 bílsins. Vonandi er allt þetta satt hjá Autozeitung, því spennandi eru þessar hugmyndir Audi ef sannar reynast. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent
Þegar þessi nýja tilraunaútfærsla hins fræga Qauttro bíls Audi var sýnd á bílasýningunni í París árið 2010 var það aðeins gert til að minnast þess að 30 ár voru liðin frá komu hans fyrst. En samkvæmt fréttum frá þýska bílablaðinu Autozeitung mun þessi bíll fara í framleiðslu og verða sýndur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í september næstkomandi. Ennfremur segir blaðið frá því að Audi hafi horfið frá 2,5 lítra forþjöppuvélinni sem var í sýningarbílnum í V8 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 650 hestöflum. Það er með ólíkindum öflug vél og slær með því vélina út sem er í flaggskipi þeirra, Audi R8 bílnum og kæmi slíkt á óvart. Í grunninn er þetta sama vél og fæst í S7 og S8 bílunum, en talsvert meira kreist útúr henni fyrir Quattro Coupe bílinn. Bíllinn verður byggður úr eins léttum efnum og Audi gefst kostur á og verður verði hans haldið rétt fyrir neðan verð Audi R8 bílsins. Vonandi er allt þetta satt hjá Autozeitung, því spennandi eru þessar hugmyndir Audi ef sannar reynast.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent