Nýjasta bíómynd leikstjórans Baltasars Kormáks, 2 Guns, verður frumsýnd í Evrópu á sömu kvikmyndahátíð og 101 Reykjavík sem Baltasar leikstýrði árið 2000.
Myndin kemur út í Bandaríkjunum 2. ágúst næstkomandi og fimm dögum síðar verður hún frumsýnd í Evrópu á kvikmyndahátíðinni í Locarno í Sviss.
Það eru stórleikararnir Denzel Washington og Mark Wahlberg sem fara með aðalhlutverkið í myndinni.