Íslenska frjálsíþróttalandsliðið keppir þessa dagana í Evrópukeppni landsliða í Slóvakíu og er liðið í fimmta sæti 3. deildar eftir fyrri keppnisdag.
Íslenska landsliðið hefur 210 stig eftir daginn en það er til mikils að vinna þar sem tvö efstu lið mótsins fara upp í 2. deild.
Slóvakar eru í efsta sæti keppninnar en Moldóvar eru í því öðru. Keppninni líkur síðan á morgun og vonandi nær íslenska landsliðið að klifra upp í 2. sæti.
Ísland í fimmta sæti eftir fyrsta keppnisdag
Stefán Árni Pálsson skrifar
