Svona á ekki að fara í búðir Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 12:56 Fæstir eiga vafalaust von á búðargestum eins og þessum sem ók inní verslun eina í Ástralíu á mikilli ferð. Blessunarlega varð enginn fyrir bílnum en eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan er einmitt einn viðskiptavinur verslunarinnar nákvæmlega á þeim stað sem bílinn fer um 5 sekúndum áður. Einnig munar engu að bíllinn aki á aðra konu sem var nógu innarlega í búðinni og hörfar að auki. Fyrir vikið sleppur hún bæði við bílinn og hillusamstæðu sem kastast af bílnum. Samkvæmt heimildum var ökumaður bílsins í eldri kantinum og hafði víst brugðið mjög við aðfarir annars bílstjóra á nærliggjandi bílastæði. Hann brá þó öllu fleirum með viðbrögðum sínum, sem ekki eru til eftirbreytni. Svona á ekki að fara í búðir! Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent
Fæstir eiga vafalaust von á búðargestum eins og þessum sem ók inní verslun eina í Ástralíu á mikilli ferð. Blessunarlega varð enginn fyrir bílnum en eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan er einmitt einn viðskiptavinur verslunarinnar nákvæmlega á þeim stað sem bílinn fer um 5 sekúndum áður. Einnig munar engu að bíllinn aki á aðra konu sem var nógu innarlega í búðinni og hörfar að auki. Fyrir vikið sleppur hún bæði við bílinn og hillusamstæðu sem kastast af bílnum. Samkvæmt heimildum var ökumaður bílsins í eldri kantinum og hafði víst brugðið mjög við aðfarir annars bílstjóra á nærliggjandi bílastæði. Hann brá þó öllu fleirum með viðbrögðum sínum, sem ekki eru til eftirbreytni. Svona á ekki að fara í búðir!
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent