Íslenski landsliðsmaðurinn, Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leikinn í 2-0 sigri AIK á Hacken í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Það voru þeir Henok Goitom og Robert Ahman Persson sem gerðu mörk AIK í leiknum.
Það voru fleiri Íslendingar í eldínunni en Guðjón Baldvinsson var í byrjunarliði Halmstad en var tekinn útaf á 78. mínútu, þegar liðið vann 2-1 sigur á Syrianska í botnslag sænsku úrvalsdeildarinnar. Kristinn Steindórsson sat á varamannabekk liðsins allan leikinn.
AIK er eftir leiki dagsins í toppbaráttu en liðið er í sjötta sæti eftir fimmtán umferðir, aðeins þremur stigum frá efsta liði deildarinnar. Sigur Halmstad var gríðarlega mikilvægur enda tókst liðinu að slíta sig örlítið frá botninum eftir leiki dagsins.
