Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Breiðablik 1-5 Eyþór Atli Einarsson skrifar 7. júlí 2013 14:55 Breiðablik var því miður of stór biti fyrir Víking í Borgunarbikarnum í kvöld. Heimamenn í Víkingi byrjuðu fyrri hálfleikinn þó af nokkrum krafti og héldu lengi vel í vonina um að komast í undanúrslitin. Blikar skoruðu mark á áttundu mínútu og gáfu tóninn. Nichlas Rohde fékk þá fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni og tók boltann á kassann og skoraði svo með góðu vinstrifótarskoti. Vörn Víkinga ekki á tánum í markinu. Víkingar gáfust ekki upp og fengu ágætis færi fljótlega eftir fyrsta mark Blika þegar Pape Mamadou Faye fékk boltann fyrir framan markið en gestirnir komust fyrir skotið. Það var svo á 34. mínútu að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður gestanna, fékk sendingu inn fyrir og lék á varnarmann og smellti boltanum í fjærhornið. Fallegt mark og Blikar komnir með tveggja marka forystu. Þannig var staðan í hálfleik og Breiðablik búnir að nýta sín færi vel á meðan Víkingur kom tuðrunni ekki í netið þrátt fyrir nokkur tækifæri. Í síðari hálfleik mættu Víkingar ofjörlum sínum og má segja að munurinn á topplði í fyrstu deild og toppliði í efstu deild hafi komið bersýnilega í ljós. Leikmenn Kópavogsliðsins réðu öllum lögum og lofum á vellinum og þeir opnuðu vörn Víkinga hvað eftir annað. Strax á fimmtu mínútu síðari hálfleiks skoraði Ellert Hreinsson fallegt mark eftir sendingu frá Andra Rafni Yeoman. Á 65. mínútu skoraði Kristinn Jónsson verulega snyrtilegt mark þegar hann fékk sendingu frá Árna Vilhjálmssyni út á kantinn og lék boltanum upp að endamörkum. Það bjuggust flestir við því að Kristinn renndi boltanum út í teiginn en öllum að óvörum vippaði hann skemmtilega yfir Ingvar Þór Kale í marki Víkinga. Staðan orðin 4-0 Blikum í vil. Varamenn heimamanna Arnþór Ingi Kristinsson og Viktor Jónsson komu inn á völlinn snemma í síðari hálfleik og áttu þeir heiðurinn þegar Víkingar minnkuðu muninn í 4-1. Viktor gaf þá flotta fyrirgjöf sem Arnþór Ingi skallaði örugglega í netið. Lengra komust Víkingar ekki en Blikar bættu við marki á 79. mínútu þegar Nichlas Rohde skoraði annað mark sitt. Hann fékk boltann inn í teig og tók svo hælspyrnu fyrir varnarmann Víkinga og lagði boltann í netið. Lokatölur 5-1 fyrir Breiðablik. Það má segja að þessi leikur hafi verið leikur kattarins að músinni og munurinn á liðunum hafi verið of mikill. Blikar skoruðu snemma og því var á brattann að sækja fyrir Víking. Þeir gáfust þó ekki upp og sköpuðu sér nokkur færi en í síðari hálfleik voru gestirnir búnir að koma sér í þægilega stöðu og gátu leyft sér að slaka aðeins á klónni og spara orkuna fyrir næsta leik sem verður í Evrópukeppninni gegn FC Santa Coloma úti í Andorra. Óli Þórðar: Klassa- og gæðamunur á þessum liðum.„Það var klassa- og gæðamunur á þessum liðum. Mér fannst þetta allt í lagi í fyrri hálfleik. Þeir skora úr tveimur færum sem þeir skapa sér á meðan við sköpum okkur tvö færi og klúðrum báðum.“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings súr eftir tap gegn Breiðabliki í kvöld. „Í stöðunni 2-0 erum við bara úr leik og því bættum við í sóknarleikinn. Við fengum þá á okkur mark og við það misstu menn svolítið hausinn.“ „Mér fannst við koma svo til baka hægt og rólega en engu að síður refsuðu Blikarnir okkur illa og við hlaupum mikið út úr stöðum.“ „Þetta er kannski munurinn á efstu liðunum í Pepsideildinni og efstu liðunum í 1. deildinni.“ „Deildin er aðalmálið og það er alltaf þannig. Við vorum engu að síður með í bikarnum og það hefði verið gaman að komast lengra en því miður þá tókst það ekki.“ sagði Skagamaðurinn að lokum. Ólafur Kristjánsson: Menn eyddu ekki of mikilli orku í leikinn.„Víkingsliðið kom til leiks með það markmið að loka á spilaleiðir hjá okkur og við gengum pínulítið í þá gildru af og til í fyrri hálfleik í stað þess að láta boltann rúlla og teyma þá út úr stöðum. Um leið og við áttuðum okkur á því að það þýddi ekkert að spila boltanum beint í gegnum miðjuna fannst mér við ná góðum tökum á þessu.“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur sinna manna á Víkingum í kvöld. „Við kláruðum þetta sannfærandi og ég er ánægður með það. Ég var líka ánægður með það að menn eyddu ekki of mikilli orku í þessum leik. Þetta var orðið nokkuð öruggt þannig að, án þess að vanvirða Víkinga, þá gátu menn leyft sér að slaka aðeins á klónni.“ „Þetta er í það minnsta sá munur sem ég vil sjá á mínu liði og liði úr fyrstu deild.“ „Það er ágætis taktur í liðinu. Varnarleikurinn er traustur og menn framar á vellinum farnir að skora öðru hverju.“ „Ellert (Hreinsson) sagði um daginn að þetta verður engin menningarreisa. Við verðum að fara þarna út til að klára þetta einvígi og vera einbeittir í því. Það er auðvelt að missa einbeitingu ef menn eru of mikið að skoða kirkjur og annað.“ sagði Óli léttur í bragði spurður út í næsta leik sem verður seinni leikur þeirra gegn FC Santa Coloma í Evrópukeppninni. Elfar Árni Aðalsteinsson: Rétt hittumst til að kíkja í pottinn„Það er mjög ánægjulegt að komast áfram í dag. Víkingarnir eru með fínt lið og við vissum að við fengjum alvöru baráttu frá þeim og því var mjög gott að vinna þennan leik.“ sagði markaskorarinn Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn gegn Víkingum í kvöld. „Við náðum inn marki snemma sem er mjög mikilvægt í svona leik. Þeir misstu þá aðeins trúna og við gengum á lagið og náðum að gera út um þetta frekar snemma.“ „Við ætluðum að klára þennan leik á fullu allan tímann. Þó að það sé þétt á milli leikja þá viljum við halda áfram að eiga góða leiki. Það tókst í dag. Núna eru þetta næstum eingöngu leikir og við rétt hittumst til að kíkja í pottinn og svo kemur næsti leikur.“ „Það er gaman að vinna stórt en það telur engu að síður alveg jafnmikið og við ætlum að halda áfram að vinna.“ „Mér líst mjög vel á verkefnið framundan. Við fljúgum út strax á þriðjudaginn. Ég hef aldrei spilað í Evrópukeppni áður og það er gaman að taka þátt í því.“ sagði Elfar Árni að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Breiðablik var því miður of stór biti fyrir Víking í Borgunarbikarnum í kvöld. Heimamenn í Víkingi byrjuðu fyrri hálfleikinn þó af nokkrum krafti og héldu lengi vel í vonina um að komast í undanúrslitin. Blikar skoruðu mark á áttundu mínútu og gáfu tóninn. Nichlas Rohde fékk þá fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni og tók boltann á kassann og skoraði svo með góðu vinstrifótarskoti. Vörn Víkinga ekki á tánum í markinu. Víkingar gáfust ekki upp og fengu ágætis færi fljótlega eftir fyrsta mark Blika þegar Pape Mamadou Faye fékk boltann fyrir framan markið en gestirnir komust fyrir skotið. Það var svo á 34. mínútu að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður gestanna, fékk sendingu inn fyrir og lék á varnarmann og smellti boltanum í fjærhornið. Fallegt mark og Blikar komnir með tveggja marka forystu. Þannig var staðan í hálfleik og Breiðablik búnir að nýta sín færi vel á meðan Víkingur kom tuðrunni ekki í netið þrátt fyrir nokkur tækifæri. Í síðari hálfleik mættu Víkingar ofjörlum sínum og má segja að munurinn á topplði í fyrstu deild og toppliði í efstu deild hafi komið bersýnilega í ljós. Leikmenn Kópavogsliðsins réðu öllum lögum og lofum á vellinum og þeir opnuðu vörn Víkinga hvað eftir annað. Strax á fimmtu mínútu síðari hálfleiks skoraði Ellert Hreinsson fallegt mark eftir sendingu frá Andra Rafni Yeoman. Á 65. mínútu skoraði Kristinn Jónsson verulega snyrtilegt mark þegar hann fékk sendingu frá Árna Vilhjálmssyni út á kantinn og lék boltanum upp að endamörkum. Það bjuggust flestir við því að Kristinn renndi boltanum út í teiginn en öllum að óvörum vippaði hann skemmtilega yfir Ingvar Þór Kale í marki Víkinga. Staðan orðin 4-0 Blikum í vil. Varamenn heimamanna Arnþór Ingi Kristinsson og Viktor Jónsson komu inn á völlinn snemma í síðari hálfleik og áttu þeir heiðurinn þegar Víkingar minnkuðu muninn í 4-1. Viktor gaf þá flotta fyrirgjöf sem Arnþór Ingi skallaði örugglega í netið. Lengra komust Víkingar ekki en Blikar bættu við marki á 79. mínútu þegar Nichlas Rohde skoraði annað mark sitt. Hann fékk boltann inn í teig og tók svo hælspyrnu fyrir varnarmann Víkinga og lagði boltann í netið. Lokatölur 5-1 fyrir Breiðablik. Það má segja að þessi leikur hafi verið leikur kattarins að músinni og munurinn á liðunum hafi verið of mikill. Blikar skoruðu snemma og því var á brattann að sækja fyrir Víking. Þeir gáfust þó ekki upp og sköpuðu sér nokkur færi en í síðari hálfleik voru gestirnir búnir að koma sér í þægilega stöðu og gátu leyft sér að slaka aðeins á klónni og spara orkuna fyrir næsta leik sem verður í Evrópukeppninni gegn FC Santa Coloma úti í Andorra. Óli Þórðar: Klassa- og gæðamunur á þessum liðum.„Það var klassa- og gæðamunur á þessum liðum. Mér fannst þetta allt í lagi í fyrri hálfleik. Þeir skora úr tveimur færum sem þeir skapa sér á meðan við sköpum okkur tvö færi og klúðrum báðum.“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings súr eftir tap gegn Breiðabliki í kvöld. „Í stöðunni 2-0 erum við bara úr leik og því bættum við í sóknarleikinn. Við fengum þá á okkur mark og við það misstu menn svolítið hausinn.“ „Mér fannst við koma svo til baka hægt og rólega en engu að síður refsuðu Blikarnir okkur illa og við hlaupum mikið út úr stöðum.“ „Þetta er kannski munurinn á efstu liðunum í Pepsideildinni og efstu liðunum í 1. deildinni.“ „Deildin er aðalmálið og það er alltaf þannig. Við vorum engu að síður með í bikarnum og það hefði verið gaman að komast lengra en því miður þá tókst það ekki.“ sagði Skagamaðurinn að lokum. Ólafur Kristjánsson: Menn eyddu ekki of mikilli orku í leikinn.„Víkingsliðið kom til leiks með það markmið að loka á spilaleiðir hjá okkur og við gengum pínulítið í þá gildru af og til í fyrri hálfleik í stað þess að láta boltann rúlla og teyma þá út úr stöðum. Um leið og við áttuðum okkur á því að það þýddi ekkert að spila boltanum beint í gegnum miðjuna fannst mér við ná góðum tökum á þessu.“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur sinna manna á Víkingum í kvöld. „Við kláruðum þetta sannfærandi og ég er ánægður með það. Ég var líka ánægður með það að menn eyddu ekki of mikilli orku í þessum leik. Þetta var orðið nokkuð öruggt þannig að, án þess að vanvirða Víkinga, þá gátu menn leyft sér að slaka aðeins á klónni.“ „Þetta er í það minnsta sá munur sem ég vil sjá á mínu liði og liði úr fyrstu deild.“ „Það er ágætis taktur í liðinu. Varnarleikurinn er traustur og menn framar á vellinum farnir að skora öðru hverju.“ „Ellert (Hreinsson) sagði um daginn að þetta verður engin menningarreisa. Við verðum að fara þarna út til að klára þetta einvígi og vera einbeittir í því. Það er auðvelt að missa einbeitingu ef menn eru of mikið að skoða kirkjur og annað.“ sagði Óli léttur í bragði spurður út í næsta leik sem verður seinni leikur þeirra gegn FC Santa Coloma í Evrópukeppninni. Elfar Árni Aðalsteinsson: Rétt hittumst til að kíkja í pottinn„Það er mjög ánægjulegt að komast áfram í dag. Víkingarnir eru með fínt lið og við vissum að við fengjum alvöru baráttu frá þeim og því var mjög gott að vinna þennan leik.“ sagði markaskorarinn Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn gegn Víkingum í kvöld. „Við náðum inn marki snemma sem er mjög mikilvægt í svona leik. Þeir misstu þá aðeins trúna og við gengum á lagið og náðum að gera út um þetta frekar snemma.“ „Við ætluðum að klára þennan leik á fullu allan tímann. Þó að það sé þétt á milli leikja þá viljum við halda áfram að eiga góða leiki. Það tókst í dag. Núna eru þetta næstum eingöngu leikir og við rétt hittumst til að kíkja í pottinn og svo kemur næsti leikur.“ „Það er gaman að vinna stórt en það telur engu að síður alveg jafnmikið og við ætlum að halda áfram að vinna.“ „Mér líst mjög vel á verkefnið framundan. Við fljúgum út strax á þriðjudaginn. Ég hef aldrei spilað í Evrópukeppni áður og það er gaman að taka þátt í því.“ sagði Elfar Árni að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira