Úrúgvæinn Wladimir Klitschko mun mæta hinum rússneska Alexander Povetkin í Moskvu þann 5. október næstkomandi.
Talsmenn Klitschko hafa tilkynnt að bardaginn fari fram á Ólympíuvellinum í borginni.
„Þetta verður án efa besti þungvigtarbardaginn ársins,“ segir í yfirlýsingu frá talsmönnum Klitschko.
Klitschko er handhafi IBF, IBO, WBO og WBA beltisins í þungavigt og er hann eitt stærsta nafnið í hnefaleikum í dag.
Povetkin er Ólympíumeistari í hnefaleikum og hefur alls unnið 26 bardaga og aldrei tapað.
„Ég hef aldrei barist í Moskvu og það verður spennandi vettvangur. Það verður líklega magnað andrúmsloft á vellinum.“
Klitschko mætir Povetkin í Moskvu
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn



Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti



Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti

