Næsti Land Rover Discovery Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2013 08:45 Árgerð 2014 af Land Rover Discovery Náðst hafa myndir af 2014 árgerðinni af Land Rover Discovery og að því er virðist eru ekki miklar útlitsbreytingar á bílnum. LED ljósin að framan verða örlítið minni, líkt og á nýjum Range Rover og Evoque. Grillið breytist örlítið ljósanna vegna og á hliðarspeglum verða stefnuljós. Afturhlutinn verður líklega alveg óbreyttur. Stærsta breytingin vrður líklega sú að hann verður boðinn með nýrri og öflugri vél sem kemur úr Jaguar F-Type. Sú vél er 380 hestafla V6 og mun hún leysa af V8 5,0 lítra vélina. Nýja sex strokka vélin verður tengd við 8 gíra sjálfskiptingu frá ZF, en seinna meir 9 gíra skiptinguna sem fyrst mun sjást í Evoque bílnum í haust. Nýr Discovery verður líklega fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september.Litlar eða engar breytingar að aftan Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent
Náðst hafa myndir af 2014 árgerðinni af Land Rover Discovery og að því er virðist eru ekki miklar útlitsbreytingar á bílnum. LED ljósin að framan verða örlítið minni, líkt og á nýjum Range Rover og Evoque. Grillið breytist örlítið ljósanna vegna og á hliðarspeglum verða stefnuljós. Afturhlutinn verður líklega alveg óbreyttur. Stærsta breytingin vrður líklega sú að hann verður boðinn með nýrri og öflugri vél sem kemur úr Jaguar F-Type. Sú vél er 380 hestafla V6 og mun hún leysa af V8 5,0 lítra vélina. Nýja sex strokka vélin verður tengd við 8 gíra sjálfskiptingu frá ZF, en seinna meir 9 gíra skiptinguna sem fyrst mun sjást í Evoque bílnum í haust. Nýr Discovery verður líklega fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september.Litlar eða engar breytingar að aftan
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent