Avis kaupir Payless bílaleiguna Finnur Thorlacius skrifar 17. júlí 2013 15:15 Stærri bílaleigufyrirtækin eru að kaupa þau minni Samþjöppun á bílaleigumarkaðnum heldur áfram út í heimi og í gær keypti bílaleigurisinn Avis Budget Group bílaleiguna Payless. Ekki er langt síðan Avis keypti bílaleiguna Zipcar fyrir 61 milljarð króna, en nú þurfti Avis aðeins að punga út 6,1 milljarði. Vafalaust eru þessi kaup til þess ætluð að standa uppí hárinu á Hertz sem keypti nýverið Dollar-Thrifty bílaleiguna. Meiningin er að reka Payless áfram sem sjálfstætt fyrirtæki og halda nafninu. Payless mun styrkja Avis á markaði fyrir ódýra og millidýra bílaleigubíla og auka styrk hins sameiginlega fyrirtækis við innkaup nýrra bíla. Velta Avis Budget Group í fyrra var 900 milljarðar króna. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent
Samþjöppun á bílaleigumarkaðnum heldur áfram út í heimi og í gær keypti bílaleigurisinn Avis Budget Group bílaleiguna Payless. Ekki er langt síðan Avis keypti bílaleiguna Zipcar fyrir 61 milljarð króna, en nú þurfti Avis aðeins að punga út 6,1 milljarði. Vafalaust eru þessi kaup til þess ætluð að standa uppí hárinu á Hertz sem keypti nýverið Dollar-Thrifty bílaleiguna. Meiningin er að reka Payless áfram sem sjálfstætt fyrirtæki og halda nafninu. Payless mun styrkja Avis á markaði fyrir ódýra og millidýra bílaleigubíla og auka styrk hins sameiginlega fyrirtækis við innkaup nýrra bíla. Velta Avis Budget Group í fyrra var 900 milljarðar króna.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent