Fékk loks að kaupa mótorhjól og lét lífið eftir 5 km Finnur Thorlacius skrifar 17. júlí 2013 11:03 Barry heitinn hafði lengi dreymt um að eignast Harley Davidson Barry Strang hafði nauðað í konu sinni að hann mætti kaupa sér mótorhjól í 38 ár, en án árangurs. Þegar hann fyrir stuttu var kominn á eftirlaun, lét kona hans loks undan. Barry fór beinustu leið, ásamt konu sinni, í Harley Davidson söluumboðið í heimabæ sínum í Wyoming og keypti sér uppáhalds hjólið sitt. Hjónin mæltu sér síðan mót hálftíma síðar í kasínói bæjarins, hún á heimilisbílnum og hann á nýja mótorhjólinu sínum. Barry komst þó aldrei á áfangastað, því eftir um 5 kílómetra akstur lenti hann í árekstri við flutningabíl, endaði undir honum og dó samstundis. Kona Barry hafði neitað honum um kaup á mótorhjóli öll þessi ár með þeim rökstuðningi að það væri alltof hættulegt. Það reyndust orð að sönnu og enn ein sönnun þess að eiginmenn gera oft rétt með því að fara að ráðum eiginkvenna sinna. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent
Barry Strang hafði nauðað í konu sinni að hann mætti kaupa sér mótorhjól í 38 ár, en án árangurs. Þegar hann fyrir stuttu var kominn á eftirlaun, lét kona hans loks undan. Barry fór beinustu leið, ásamt konu sinni, í Harley Davidson söluumboðið í heimabæ sínum í Wyoming og keypti sér uppáhalds hjólið sitt. Hjónin mæltu sér síðan mót hálftíma síðar í kasínói bæjarins, hún á heimilisbílnum og hann á nýja mótorhjólinu sínum. Barry komst þó aldrei á áfangastað, því eftir um 5 kílómetra akstur lenti hann í árekstri við flutningabíl, endaði undir honum og dó samstundis. Kona Barry hafði neitað honum um kaup á mótorhjóli öll þessi ár með þeim rökstuðningi að það væri alltof hættulegt. Það reyndust orð að sönnu og enn ein sönnun þess að eiginmenn gera oft rétt með því að fara að ráðum eiginkvenna sinna.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent