Pattie Mallette, móðir poppprinsins Justins Biebers, mætti í spjallþáttinn Watch What Happens Live á sjónvarpsstöðinni Bravo og biðlaði til almennings að láta son sinn í friði.
“Mér finnst hann fá slæma útreið í fjölmiðlum en ég er samt ekki það barnaleg að halda að barnið mitt sé fullkomið og taki bestu ákvarðanir í heimi. Hann veit hverju ég er ósammála og hann veit hverju ég er stolt af. Fólk talar ekki um allt það stórfenglega sem hann gerir á hverjum degi,” segir Pattie og segir son sinn duglegan í góðgerðarstarfsemi.
Mömmustrákur.“Hann heimsækir veik börn á sjúkrahús og gefur sér tíma fyrir þau. Hann gefur mikið til góðgerðarmála.”