GM selur fleiri bíla í Kína en Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2013 12:30 Frá sýningarsal GM í Kína Það hefur loksins gerst sem margir biðu eftir, General Motors í Bandaríkjunum selur nú fleiri bíla á stærsta bílamarkaði heims en í heimalandinu. Munaði það heilum 200.000 bílum á fyrri helmingi þessa árs, en í Kína seldust 1,6 milljónir bíla en 1,4 í Bandaríkjunum. Sala GM jókst um 10,6% í Kína á fyrri helmingi ársins sem getur þó ekki talist mikil aukning í samanburði við þá aukningu í sölu sem Ford náði þar, eða 47%. General Motors hefur áætlanir um það að selja meira en 5 milljónir bíla í Kína við enda áratugarins. Ef það gengur eftir verður Kínamarkaður orðinn næstum helmingi stærri en heimamarkaðurinn í Bandaríkjunum. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent
Það hefur loksins gerst sem margir biðu eftir, General Motors í Bandaríkjunum selur nú fleiri bíla á stærsta bílamarkaði heims en í heimalandinu. Munaði það heilum 200.000 bílum á fyrri helmingi þessa árs, en í Kína seldust 1,6 milljónir bíla en 1,4 í Bandaríkjunum. Sala GM jókst um 10,6% í Kína á fyrri helmingi ársins sem getur þó ekki talist mikil aukning í samanburði við þá aukningu í sölu sem Ford náði þar, eða 47%. General Motors hefur áætlanir um það að selja meira en 5 milljónir bíla í Kína við enda áratugarins. Ef það gengur eftir verður Kínamarkaður orðinn næstum helmingi stærri en heimamarkaðurinn í Bandaríkjunum.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent